Hagnaður 511 m.kr., arðsemi 55,2% Ársuppgjör Sparisjóðs Kópavogs er nú í fyrsta sinn byggt á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS). Fjallað er um áhrif af innleiðingu þessara reikningsskilastaðla í kafla 4 hér á eftir. Samanburðarfjárhæðum vegna ársins 2005 hefur verið breytt til samræmis við nýju reikningsskilareglurnar og eru niðurstöður ársuppgjöranna nú og í fyrra því sambærilegar. 1. Helstu niðurstöður uppgjörsins eru þessar: " Hagnaður varð 511 m.kr. eftir skatta samanborið við 333 m.kr. hagnað á árinu 2005. Fyrir skatta nam hagnaðurinn 618 m.kr. samanborið við 378 m.kr. hagnað á árinu 2005. Þetta er besta afkoma í sögu sparisjóðsins. " Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 55,2% samanborið við 47,0% arðsemi á árinu 2005. Raunarðsemi eigin fjár var 45,2% á árinu 2006. Arðsemin hefur aldrei verið eins há í sögu sparisjóðsins. " Hreinar vaxtatekjur drógust saman um 12,6% frá fyrra ári og voru 358 m.kr. " Hreinar rekstrartekjur námu 1.173 m.kr. samanborið við 867 m.kr. á árinu 2005, sem er 35,3% aukning milli ára. " Hlutfall kostnaðar af tekjum var 39,3% samanborið við 47,8% á árinu 2005. " Virðisrýrnun útlána nam 93 m.kr., jókst um 25,1% á milli ára, var 75 m.kr. á árinu 2005. " Heildareignir námu 21.050 m.kr. í árslok 2006 og hafa aukist um 22,0% á árinu. " Útlán til viðskiptamanna námu 15.818 m.kr. í árslok 2006 og jukust um 28,7%. Hlutfall útlána til einstaklinga var í árslok 2006 61,9% en var 59,3% í árslok 2005. " Almenn innlán námu 11.172 m.kr. í lok ársins 2006 og jukust um 37,1%. Þetta er mesta innlánsaukning í sögu sparisjóðsins. " Eigið fé nam 1.418 m.kr. í lok ársins 2006, jókst um 38,1% á árinu, eiginfjárhlutfall (CAD) var 11,3% og eiginfjárþáttur A var 14,2%. Að sögn Carls H. Erlingssonar sparisjóðsstjóra var árið 2006 SPK ákaflega hagfellt. Hagnaður af rekstri nam 511 m.kr. sem er besta afkoma í sögu sparisjóðsins og arðsemi eigin fjár sú hæsta, 55,2%. Markaðsaðstæður voru SPK hagstæðar á árinu og jukust hreinar tekjur af fjáreignum og fjárskuldum um 304 m.kr. frá fyrra ári eða um 85,4%. Væntingar eru um góða afkomu á árinu 2007. Efnahagsreikningur SPK jókst um 22,0% á árinu, sem einkum má rekja til vaxtar í almennri viðskiptabankastarfsemi, þ.e. inn- og útlánum. Starfsemi SPK hefur styrkst mikið og viðskiptavinum fjölgað. SPK mun sem fyrr kappkosta að bjóða viðskiptavinum sínum fjölbreytt og gott vöruúrval. Stofnfé nam 418 m.kr. í lok ársins 2006 og jókst um 4,9%. Varasjóður nam 1.001 m.kr. króna í árslok og jókst um 59,1% á árinu. Á aðalfundi 2007 mun stjórn SPK leggja til við stofnfjáreigendur að heimild stjórnar til útgáfu nýs stofnfjár verði rýmkuð verulega til að auka fjárhagslegan styrk og getu sparisjóðsins á næstu árum. Á árinu 2007 mun SPK flytja höfuðstöðvar sínar úr Hlíðasmára 19 í glæsilega nýbyggingu að Digranesvegi 1. Útibú verður áfram rekið í Hlíðasmára 19 en útibúi að Digranesvegi 10 verður lokað um leið og flutningurinn á sér stað í hinar nýju höfuðstöðvar. Meðalfjöldi starfsmanna á árinu umreiknaður í heilsársstörf var 34 en var 33 á árinu 2005. Stöðugildi í árslok voru 34. Stjórn SPK hyggst leggja til á aðalfundi sparisjóðsins, sem boðað verður til fljótlega, að stofnfjáraðilum verði greiddur 35,0% arður af stofnfjáreign í lok ársins 2006 og að heimild til aukningar stofnfjár verði nýttar, annars vegar með endurmati, sbr. 67. gr. laga nr. 161/2002, og hins vegar með ráðstöfun hluta hagnaðar, sbr. 2. tl. 68. gr. sömu laga. Frekari upplýsingar veita: Carl H. Erlingsson, sparisjóðsstjóri, netfang: carl@spk.is, og Ólafur K. Ólafs, forstöðum. reikningshalds, hag- og rekstrarsviðs, netfang: olafur@spk.is, í síma 515-1900. 2. Helstu lykiltölur 2005-2006 Samstæðuuppgjör SPK 2005 og 2006 m.v. alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) Fjárhæðir í m.kr. á verðlagi hvers árs REKSTRARREIKNINGUR: 2006 2005 Breyting % Vaxtatekjur....................................................................... 2.087 1.321 58,0% Vaxtagjöld........................................................................ (1.730) (912) 89,7% Hreinar vaxtatekjur 358 410 -12,6% Þjónustutekjur.................................................................. 159 141 13,1% Þjónustugjöld................................................................... (55) (45) 22,8% Hreinar þjónustutekjur 104 96 8,5% Hreinar tekjur af fjáreignum og fjárskuldum......................... 660 356 85,4% Aðrar rekstrartekjur......................................................... 50 5 904,3% Hreinar rekstrartekjur 1.173 867 35,3% Laun og launatengd gjöld.................................................. (208) (187) 11,3% Annar rekstrarkostnaður................................................... (237) (213) 11,4% Afskriftir......................................................................... (16) (15) 8,0% Rekstrargjöld samtals (461) (414) 11,2% Virðisrýrnun útlána.......................................................... (93) (75) 25,1% Hagnaður fyrir skatta 618 378 63,7% Tekjuskattur.................................................................. (107) (45) 138,6% Hagnaður ársins 511 333 53,7% EFNAHAGSREIKNINGUR: 2006 2005 Breyting Eignir % Sjóður og kröfur á lánastofnanir....................................... 1.583 1.645 -3,7% Útlán............................................................................ 15.818 12.286 28,7% Veltufjáreignir............................................................... 850 449 89,4% Fjáreignir tilgreindar á gangvirði..................................... 2.169 2.587 -16,2% Rekstrarfjármunir og aðrar eignir.................................... 630 285 121,0% Eignir samtals 21.050 17.252 22,0% Skuldir Innlán frá fjármálafyrirtækjum...................................... 1.574 1.906 -17,4% Almenn innlán............................................................ 11.172 8.150 37,1% Lántaka..................................................................... 5.419 5.243 3,3% Víkjandi lán............................................................... 703 671 4,7% Lífeyrisskuldbindingar................................................. 31 31 0,2% Skattskuld................................................................ 246 139 76,7% Aðrar skuldir............................................................. 486 84 479,5% Skuldir samtals 19.632 16.225 21,0% Eigið fé Stofnfé.................................................................... 418 398 4,9% Varasjóður.............................................................. 1.001 629 59,1% Eigið fé samtals 1.418 1.027 38,1% Skuldir og eigið fé samtals 21.050 17.252 22,0% KENNITÖLUR: 2006 2005 Arðsemi eigin fjár ........................................................... 55,2% 47,0% Eiginfjárhlutfall (CAD)...................................................... 11,3% 14,1% Eiginfjárhlutfall (eiginfjárþáttur A)................................... 14,2% 11,7% Vaxtamunur (hreinar vaxtatekjur / meðalstöðu fjármagns).. 1,9% 2,9% Framlag í afskriftareikning í hlutfalli af meðalstöðu útlána.... 0,7% 0,7% Kostnaðarhlutfall........................................................... 39,3% 47,8% Aðrar rekstrartekjur í hlutfalli af kostnaði...................... 254,4% 209,1% 3. Helstu lykiltölur 2002-2004 Samstæðuuppgjör SPK 2002-2004 skv. íslenskum ársreikningalögum Fjárhæðir í m.kr. á verðlagi hvers árs REKSTRARREIKNINGUR: 2004 2003 2002 Vaxtatekjur...................................................................................... 909 852 961 Vaxtagjöld....................................................................................... (519) (501) (608) Hreinar vaxtatekjur 389 352 353 Aðrar rekstrartekjur........................................................................... 238 213 201 Hreinar rekstrartekjur 627 565 554 Önnur rekstrargjöld........................................................................... (407) (354) (437) Hagnaður fyrir framlag í afskriftareikning útlána 220 211 117 Framlag í afskriftareikning útlána.................................................. (57) (222) (85) Hagnaður fyrir skatta 163 (11) 32 Tekjuskattur.................................................................................... (28) 3 (5) Hagnaður (tap) ársins 134 (8) 27 EFNAHAGSREIKNINGUR: 2004 2003 2002 Eignir Sjóður og kröfur á lánastofnanir..................................................... 1.770 2.364 1.200 Útlán........................................................................................... 8.252 5.981 6.837 Markaðsbréf og eignarhlutir í félögum.............................................. 582 490 567 Aðrar eignir................................................................................. 266 271 240 Eignir samtals 10.870 9.106 8.844 Skuldir og eigið fé : Skuldir við lánastofnanir............................................................... 205 201 429 Innlán .................................................................................................. 6.571 6.110 5.171 Lántaka....................................................................................... 2.998 1.740 2.043 Aðrar skuldir og skuldbindingar..................................................... 180 176 228 Víkjandi lán................................................................................. 183 241 285 Skuldir samtals 10.137 8.469 8.156 Eigið fé...................................................................................... 734 637 687 Skuldir og eigið fé samtals 10.870 9.106 8.844 KENNITÖLUR: 2004 2003 2002 Arðsemi eigin fjár ............................................................................. 22,1% -1,2% 3,9% Eiginfjárhlutfall (CAD)................................................................... 12,0% 12,3% 12,0% Eiginfjárhlutfall (eiginfjárþáttur A).................................................. 9,3% 9,0% 8,7% Vaxtamunur (hreinar vaxtatekjur / meðalstöðu fjármagns).............. 3,9% 3,9% 4,0% Framlag í afskriftareikning í hlutfalli af meðalstöðu útlána................ 0,8% 3,5% 1,2% Kostnaðarhlutfall.......................................................................... 64,9% 62,7% 78,8% Aðrar rekstrartekjur í hlutfalli af kostnaði...................................... 58,4% 60,2% 45,9% 4. Áhrif af innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla (IFRS) Ársreikningur SPK er nú í fyrsta skipti gerður samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Innleiðing þeirra leiðir til breytinga á framsetningu á rekstrar- og efnahagsreikningi sparisjóðsins. Ársreikningur sparisjóðsins fyrir rekstrarárið 2006 er gerður í samræmi við þær reikningsskilaaðferðir sem fjallað er um í skýringum með ársreikningi um reikningsskilaaðferðir. Þetta á einnig við um samanburðarfjárhæðir fyrir árið 2005 og opnunarefnahagsreikning 1. janúar 2005, þar sem breytingar taka gildi þann dag, sem einnig er nefndur innleiðingardagur. Fjárhæðum í opnunarefnahagsreikningi 1. janúar 2005 hefur verið breytt í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla, en voru áður birtar í samræmi við íslensk lög og reikningsskilavenjur. Ekki er um að ræða verulegar breytingar á sjóðstreymi bankans samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum samanborið við hvernig það var áður samkvæmt íslenskum reikningsskilavenjum. Heildaráhrif yfirfærslu í alþjóðlega reikningsskilastaðla á eigið fé er hækkun um 149 m.kr. Áhrifin af þessum nýju reikningsskilaaðferðum á rekstrar- og efnahagsreikning eru að því er varðar lántökugjöld sem tekjufærast/gjaldfærast á lánstímanum í stað þess að vera færð sem tekjur/gjöld á lántökudegi. Þar af leiðandi lækka vaxtatekjur og vaxtagjöld sparisjóðsins til skamms tíma, en langtímaáhrif verða óveruleg. Í samræmi við IAS 39 hefur sparisjóðurinn framkvæmt virðisrýrnunarpróf á útlánum og leiddi það til lækkunar á eigin fé um 4 m.kr. þegar tekið hefur verið tillit til tekjuskatts. Samkvæmt IAS 39 ber sparisjóðnum að yfirfara öll útlán til að ganga úr skugga um hvort þar sé að gæta hlutlægra vísbendinga um virðisrýrnun sem áhrif hefur á vænt fjárstreymi af útláninu. Útlánið verður þá fært niður í núvirði vænts fjárstreymis. Útlánið verður þá fært niður í núvirði vænts fjárstreymis. Samstæðan seldi hluta af greiðsluflæði lánasafns síns á árinu 2004. Við upptöku alþjóðlegra reikningsskilastaðla hækkaði eigið fé 1. janúar 2005 um 40 m.kr. vegna þessa. Sparisjóðurinn metur öll hlutabréf sín í óskráðum félögum á áætluðu gangvirði í stað kaupverðs eða markaðsverðs, ef það var áætlað lægra en kaupverðið. Þessar breytingar leiða til gengishagnaðar sem færist í rekstrarreikning. Við upptöku alþjóðlegra reikningsskilastaðla hækkaði eigið fé 1. janúar 2005 um 92 m.kr. vegna hækkunar á óskráðum eignum metnum á gangvirði.
Sparisjóður Kópavogs - Ársuppgjör 2006
| Quelle: Sparisjóður Kópavogs