Sorpa - Ársuppgjör 2006


Fréttatilkynning vegna ársreiknings Sorpu b.s. fyrir árið 2006, sem samþykkt var af stjórn samlagsins þann 26. febrúar 2007.

Sorpa b.s er byggðasamlag, sem stofnað er í samræmi við ákvæði VII kafla sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 (áður IX kafla laga nr 8/1986) um samvinnu sveitarfélaga við framkvæmd einstakra verkefna.  Tilgangur byggðasamlagsins er að annast sorpeyðingu fyrir sjö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, sem öll eru stofnaðilar að því.  Sveitarfélögin, sem aðild eiga að byggðasamlaginu, bera "in solidum" einfalda ábyrgð á fjárhagsskuldbindingum þess gagnvart kröfuhöfum.

Niðurstöður:

Hagnaður Sorpu b.s. á árinu 2006 nam 10 millj.kr. en var 54,7 millj.kr. árið 2005  Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir nam 178,2 millj.kr. á árinu 2006 en var 166,2 millj.kr. á árinu 2005. Rekstrartekjur samlagsins námu 1.694,7 millj.kr. árið 2006 samanborið við 1.498,8 millj.kr. árið 2005 sem er 13,0% hækkun.  Rekstrargjöld, án afskrifta og fjármagnsliða voru 1.516,4 millj.kr. samanborið við 1.332,7 millj.kr. 2005 og er hækkunin 13,8%.

Heildareignir samlagsins 31. desember 2006 námu 1.793 millj.kr. og  heildarskuldir 859,6 millj.kr.  Eigið fé 31. desember 2006 var 933,6 millj.kr. og hafði aukist um 13,5 millj.kr. frá því í upphafi árs.  Eiginfjárhlutfall var um 52% en var í lok síðasta árs um 58%.

Handbært fé frá rekstri á árinu 2006 var 91,9  millj.kr. en var árið 2005 172,4 millj.kr.  Veltufjárhlutfall í árslok 2006 var 1,05 og handbært fé nam  millj.kr.  Fjárfestingarhreyfingar ársins 2006 námu 177 millj.kr. og fjármögnunarhreyfingar tæpar 104 millj.kr.  

Reikningsskilaaðferðir:

Ársreikningur Sorpu b.s. er gerður í meginatriðum eftir sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður en uppsetningu rekstrarreikningssins hefur verið breytt.

Lykiltölur úr ársreikningum				
fjárhæðir í þús.kr.					
Rekstrarreikningur:	2006	2005	2004	2003	2002
					
Rekstrartekjur........................	1.694.678 	1.498.832 	1.341.938	1.221.589	1.160.412
Rekstrargjöld.........................	1.516.419 	1.332.668 	1.193.645	1.089.635	1.030.283
Hagnaður f. afskriftir...............	178.259 	166.164 	148.293	131.954	130.129
Afskriftir................................	105.567 	97.966 	69.707	56.380	54.567
Hagnaður f. fjárm.liði .............	72.693 	68.198 	78.586	75.574	75.562
Fjármagnsliðir.......................	(62.673)	(13.488)	(24.703)	(47.412)	(30.193)
Hagnaður (tap) ársins.............	10.020 	54.710 	53.883	28.162	45.369
					
Efnahagur:					
Fastafjármunir.......................	1.372.561 	1.294.154 	1.467.814	1.403.467	1.334.758
Veltufjármunir.......................	420.724 	291.318 	228.286	236.011	226.819
Eignir samtals.......................	1.793.284 	1.585.471 	1.696.100	1.639.478	1.561.577
					
Eigið fé ...............................	933.644 	920.066 	862.021	796.899	765.874
Langtímaskuldir....................	459.574 	377.223 	575.728	694.040	667.447
Skammtímaskuldir................	400.066 	288.182 	258.351	148.539	128.256
Eigið fé og sk. samtals...........	1.793.284 	1.585.471 	1.696.100	1.639.478	1.561.577
					
Sjóðsstreymi:					
					
Handbært fé frá rekstri...................	91.903	172.382 	143.890 	165.274 	67.105 
Fjárfestingahreyfingar.....................	(177.559)	(117.050)	(11.843)	(95.496)	(109.888)
Fjármögnunarhreyfinga...................	103.961	(228.699)	(40.796)	(14.807)	(14.390)
Hækkun(lækkun)á handbæru fé....	18.305	(173.367)	91.251 	54.971 	(57.172)
Handbært fé í upphafi árs................	121.106	294.473 	203.222 	28.083 	85.256 
Handbært fé í lok árs ....................	139.412	121.106 	294.473 	83.055 	28.083 
					
Helstu kennitölur félagsins					
					
Veltufjárhlutfall  ............................	1,05	1,01	1,70	1,59	1,77
Eiginfjárhlutfall..............................	52,06%	58,03%	50,82%	48,61%	49,04%
Arðsemi eigin fjár ..........................	1,08%	6,14%	6,50%	3,60%	6,12%
Meðalfj. starfsmanna.....................	90	85	85	82	81
					


Horfur:

Rekstur Sorpu b.s. á árinu 2006 er að mestu í samræmi við áætlanir samlagsins fyrir utan fjármagnsliði og er ekkert sem bendir til annars en að rekstur ársins 2007 verði í samræmi við áætlanir fyrir árið 2007.





Anhänge

Sorpa - 12 2006.pdf