Tap Smáralindar ehf. nam 654 mkr. á árinu 2006. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 742 mkr. sem er um 8% aukning frá fyrra ári. Veltufé frá rekstri nam 583 mkr. og handbært fé frá rekstri nam 633 mkr. Í lok tímabilsins var eiginfjárhlutfall félagsins 39,4% að teknu tilliti til víkjandi láns frá móðurfélaginu. Breyting á reikningsskilaðferð Beitt er sömu reikningsskilaaðferð og á árinu 2005. Ársreikningar (mkr.) 2006 2005 Rekstrartekjur 1.389 1.259 Rekstrargjöld án afskrifta 647 575 Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) 742 684 Afskriftir 375 366 Rekstrarhagnaður án fjármagnsliða 367 319 Hreinar fjármagnstekjur/fjármagnsgjöld) (1.165) (446) Hagnaður (tap) fyrir skatta (798) (127) Hagnaður (Tap) (654) (101) Heildareignir 9.882 10.029 Eigið fé 1.100 1.754 Víkjandi lán frá móðurfélagi 2.791 2.735 Eigið fé og víkjandi lán samtals 3.891 4.489 Veltufé frá rekstri 583 419 Handbært fé frá rekstri 633 443 Eiginfjárhlutfall að teknu tilliti til víkjandi láns frá móðurfélagi 39% 45% Veltufjárhlutfall 0,74 0,48 Tekjur Heildartekjur námu 1.389 mkr. Þar af námu leigutekjur 1.066 mkr. sem er 8% hækkun frá fyrra ári. Gjöld Rekstrargjöld án afskrifta voru 647 mkr. sem er um 72 mkr. hækkun frá fyrra ári. Afskriftir námu 375 mkr. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 1.165 mkr. samanborið við 446 mkr. árið áður. Breytingin á milli ára skýrist af veikingu íslensku krónunnar. Eignir Heildareignir í árslok 2006 námu 9.881 mkr. þar af nam bókfært verð verslunar-miðstöðvarinnar Smáralindar 9.274 mkr. Eigið fé Í árslok 2006 var eigið fé félagsins 1.100 mkr. og víkjandi lán frá móðurfélaginu nam 2.791 mkr. Samtals námu því víkjandi lán og eigið fé (eiginfjárígildi) 3.891 mkr. í árslok 2006. Skuldir Í lok tímabilsins námu heildarskuldir án víkjandi láns frá móðurfélaginu 5.990 mkr. þar af voru langtímaskuldir 5.449 mkr. Heildarskuldir félagsins án víkjandi láns frá móðurfélaginu hækkuðu um 450 mkr. milli ára. Staða og horfur Á sama hátt og undanfarin ár hefur gestum Smáralindar fjölgað á milli ára og veltan hefur aukist. Á árinu 2006 komu 5,2% fleiri gestir í Smáralind en árið á undan og heildarveltan jókst um 11,7% milli ára. Á árinu 2007 er fyrirhugað að hefja byggingu 15 hæða skrifstofu- og verslunarhúss, svokallaðs Norðurturns á nv-horni lóðar Smáralindar með 2ja hæða tengibyggingu sem opnast inn í verslunarmiðstöðina þar sem verslunin Útilíf er á efri hæð og Ormsson og Lyfja á neðri hæð. Ljóst er að tilkoma Norðurturnsins mun hafa verulega jákvæð áhrif á rekstur verslana í Smáralind. Nánari upplýsingar veitir: Helgi M.Magnússon, framkvæmdastjóri Smáralindar ehf. sími 528-8000
Smáralind - Ársuppgjör 2006
| Quelle: Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf.