Samson eignarhaldsfélag - Ársuppgjör 2006


Ársreikningur 2006

Félagið er eignarhaldsfélag og er tilgangur þess almenn fjárfestingarstarfsemi og skyldur rekstur.  Tilgangi félagsins var breytt þann 29. júní 2006, en áður hafði hann verið takmarkaður við eignarhald á hlutafé í Landsbanka Íslands hf.  Eftir að tilgangi félagsins var breytt tók það þátt í hlutafjáraukningu Samson Properties ehf. og nam kaupverð hlutafjárins samtals 5.882 m.kr. Samson Properties ehf. er eftir aukninguna í meirihlutaeigu félagsins.  Samson Properties ehf. er fasteignafélag sem sérhæfir sig í rekstri, þróun og fjárfestingum í fasteignum og fasteignatengdum verkefnum í Evrópu.  Einnig keypti félagið fjárfestingafélagið Ópera fjárfestingar ehf. á síðari hluta árs fyrir 1.496 m.kr., en það félag er eigandi að  um 13% eignarhluta í Fjárfestingafélaginu Gretti hf. 

Þar sem félagið er eigandi tveggja dótturfélaga í árslok er birtur samstæðureikningur félagsins og dótturfélaga þess auk ársreiknings móðurfélagsins.

Félagið keypti á árinu hlutafé í Landsbanka Íslands hf. að nafnverði 132 m.kr. fyrir 2.986 m.kr.  Eignarhlutinn var 4.559 m.kr. að nafnverði í árslok og nam hann 41,37% af heildarhlutafé bankans.  Markaðsverð eignarhlutans, sem bókfærður er á 64.748 m.kr., nam 120.815 m.kr. í árslok.  Gengi hlutafjár í Landsbanka Íslands hf. hækkaði um 4,7% á árinu 2006.

Hagnaður félagsins á árinu 2006 nam 13.221 m.kr. samanborið við 8.262 m.kr. á árinu 2005.  Beitt er hlutdeildaraðferð við að gera grein fyrir eignarhluta félagsins í Landsbanka Íslands hf.

Bókfært eigið fé í árslok nam 27.087 m.kr. samkvæmt efnahagsreikningi og hækkaði það um 89,5% frá árslokum 2005.  Ef eignarhlutur félagsins í Landsbanka Íslands hf. væri færður til eignar á markaðsverði væri eigið fé félagsins 73.063 m.kr. að teknu tilliti til tekjuskattsáhrifa og eiginfjárhlutfall þá 49,0%.  Arðsemi eigin fjár á árinu var 98,9% þegar miðað er við hagnað samkvæmt rekstrarreikningi.  


Helstu stærðir úr rekstri og efnahag félagsins eru eftirfarandi (fjárhæðir eru í milljónum króna):

			2006	2005	2004	2003
			samstæða			
Rekstrarreikningur:				
	Hreinar rekstrartekjur 		15.779	10.080 	6.217 	2.912 
	Rekstrargjöld 		( 358)	( 163)	( 40)	( 42)
	Hagnaður fyrir tekjuskatt 		15.421	9.917 	6.177 	2.870 
	Tekjuskattur 		(2.577)	( 1.654)	( 1.052)	( 460)
	Hlutdeild minnihlutaeigenda 		377 			
	Hagnaður ársins 		13.221	8.262 	5.125 	2.410 
						
Sjóðstreymi:				
	Handbært fé (til) frá rekstri 		4.703 	( 1.115)	463 	856 
	Fjárfestingarhreyfingar 		( 14.487)	( 6.554)	( 3.288)	24 
	Fjármögnunarhreyfingar 		14.655 	8.602 	3.623 	( 808)
	Handbært fé í árslok 		6.674 	1.803 	870 	73 
			31.12.2006	31.12.2005	31.12.2004	31.12.2003
Efnahagsreikningur:	samstæða			
						
	Heildareignir 		92.913 	51.907 	22.890 	13.385 
	Skuldir og skuldbindingar 		65.825	37.615 	11.554 	7.174 
	Eigið fé 		27.088	14.292 	11.336 	6.211 
						
Kennitölur:				
	Eiginfjárhlutfall samkvæmt ársreikningi 		29,2%  	27,5%  	49,5%  	46,4%  
	Arðsemi eigin fjár samkvæmt ársreikningi 		98,9%  	156,2%  	82,5%  	63,4%  
	Eiginfjárhlutfall - eignarhluti í LÍ á markaðsverði 	49,0%  	58,0%  	65,8%  	57,4%  
						
	Breyting á markaðsverði Landsbanka Íslands hf. 		4,7%  	109,1%  	108,6%  	58,9%  
	Gengi hlutafjár í Landsbanka Íslands hf.  		26,5 	25,3 	12,1 	5,8 



Anhänge

Samson - 12 2006.pdf