- Viðræður um sameiningu BYRS og SPK


Stjórnir BYRS sparisjóðs og Sparisjóðs Kópavogs, SPK hafa samþykkt að veita
stjórnarformönnum þeirra umboð til að ganga til viðræðna um sameiningu
sjóðanna. Það er mat stjórna fyrirtækjanna að með sameiningu yrði til betra og
öflugra fjármálafyrirtæki sem komi viðskiptavinum, starfsfólki og
stofnfjáreigendum til góða. 

Umhverfi sparisjóða sem og annarra fjármálastofnana tekur sífelldum breytingum.
Það krefst aukinnar stærðar og arðsemi til að þeir standi sterkir gagnvart
síharðnandi samkeppni.  Sameiginlegur sjóður BYR og SPK yrði með 130 milljarða
króna efnahag og því vel í stakk búinn til að takast á við krefjandi verkefni
framtíðarinnar. 

BYR rekur nú 6 útibú í Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði og SPK er með 3 útibú
í Kópavogi. Með sameiningu fjölgar möguleikum til framþróunar og sóknar og til
yrði fyrirtæki með mjög sterka markaðsstöðu í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og
Hafnarfirði. 

Engin sérstök tímamörk eru sett í þessum viðræðum en ætlunin er að hraða
vinnunni eins og kostur er og að niðurstaða fáist sem allra fyrst. 


Nánari upplýsingar:
Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður BYRS, sími 824 0401
Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarformaður SPK, sími 896 6070.