Ársreikningur Garðabæjar fyrir árið 2006 er lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn 3. maí 2007. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn og verður hann aftur til umfjöllunar í bæjarstjórn Garðabæjar 24. maí nk. Ársreikningur Garðabæjar árið 2006 hefur að geyma ársreikning fyrir þær rekstrareiningar sem falla undir A-hluta starfsemi sveitarfélagsins og samantekinn ársreikning fyrir alla starfsemi þess, þ.e.a.s. A og B-hluta, sbr. 60. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998. Til A-hluta, þ.e. sveitarsjóðs, telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Hér er um að ræða Aðalsjóð, en auk hans Eignarsjóð og Þjónustumiðstöð Garðabæjar. Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins. Rekstur B-hluta fyrirtækja er fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtæki sem falla undir Bhluta starfsemi sveitarfélagsins eru Samveitur Garðabæjar og Garðahús hf. Ársreikningur Garðabæjar fyrir árið 2006 er lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn 3. maí 2006. Niðurstaðan endurspeglar gott jafnvægi í rekstri bæjarsjóðs. Samkvæmt sjóðstreymi nemur veltufé frá rekstri 795 mkr, en áætlun gerði ráð fyrir 682 mkr. Mismunur er 113 mkr sem er 2,9% frávik m.v. heildarrekstrargjöld sem nema 3.906 mkr. Veltufé frá rekstri sem hlutfall af tekjum er 16,8% hjá A hluta bæjarsjóðs Garðabæjar en þegar litið er til samstæðureiknings er veltufé frá rekstri 19,3%. Heildarrekstrartekjur bæjarins nema 4.119 mkr og er það 0,5% hærri tekjur en áætlun gerði ráð fyrir. Heildarrekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta eru 3.431 m.kr. sem eru nær sömu útgjöld og áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaðan nokkuð betri en áætlun gerðir ráð fyrir, eða 212 mkr í stað 58 mkr. Skýrist það að mestu af fjármagnsliðum en netto fjármagnskostnaður reyndist 143 mkr lægri en áætlun gerðir ráð fyrir, sem rekja má að mestu til góðrar ávöxtunar handbærs fjár. Í nánustu framtíð er ljóst að fjölgun bæjarbúa á næstu árum mun auka umfang rekstrar og stærð efnahagsreiknings. Má þar nefna til lok framkvæmda í Sjálandi og Akralandi auk nýrrar uppbyggingar í Urriðaholti..