2007 - Leiðrétting - Frétt send út: 2007-08-20 10:35:49


Leiðrétting: Í fyrri tilkynningu var ranglega sagt að skuldir Byggðastofnunar
hefðu hækkað frá áramótum. Hið rétta er að skuldir hafa lækkað. 

Hlutverk Byggðastofnunar er að vinna að eflingu byggðar og atvinnulífs á
landsbyggðinni. Stofnunin undirbýr, skipuleggur og fjármagnar verkefni og
veitir lán með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að
nýsköpun í atvinnulífi. Byggðastofnun fylgist einnig með þróun byggðar í
landinu og vinnur að byggðaáætlun í samvinnu við Iðnaðarráðherra. 

Byggðastofnun er með skrifstofu sína á Sauðárkróki.  Í lok tímabilsins störfuðu
20 starfsmenn hjá stofnuninni. 

Árshlutareikningur Byggðastofnunar fyrir janúar til júní 2007 var staðfestur af
stjórn stofnunarinnar 17. ágúst 2007. 

Hagnaður tímabilsins nam 4.018 þús. kr.

Hreinar vaxtatekjur námu 86.136 þús. kr. miðað við neikvæðar vaxtatekjur upp á
49.281 þús. kr. á sama tímabili 2006.  Rekstrartekjur námu 166.375 þús. kr. og
rekstrargjöld að meðtölum framlögum í afskriftarreikning útlána og niðurfærsla
hlutafjár nam 162.357 þús. kr.  Framlög í afskriftarreikning útlána og
niðurfært hlutafé voru neikvæðar um 30.148 þús. kr.  Hagnaður tímabilsins nam
því 4.018 þús. kr. miðað við 194.013 þús. kr. hagnað á sama tíma 2006. 

Eigið fé Byggðastofnunar nam 1.055.910 þús. kr. eða 9,26% af niðurstöðu
efnahagsreiknings.  Eiginfjárhlutfall stofnunarinnar samkvæmt lögum um
fjármálafyrirtæki er 9,03%.  Samkvæmt ákvæðum laga nr. 161/2002 um
fjármálafyrirtæki skal eigið fé lánastofnunar á hverjum tíma eigi nema lægri
fjárhæð en sem svara 8% af áhættugrunni. 

Varanlegir rekstrarfjármunir Byggðastofnunar voru 5,36% af eigin fé.
Eignir Byggðastofnunar í lok júní 2007 námu 11.395.734 þús. kr., þar af námu
útlán 8.938.508 þús. kr. og hafa lækkað um 537.600 þús. kr. frá lok árs 2006. 
Skuldir Byggðastofnunar námu 10.339.824 þús. kr. og hafa lækkað um 813.282 þús.
kr. frá lok árs 2006. 

Veittar ábyrgðir utan efnahagsreiknings voru um áramótin 403.489 þús. kr.
1. ágúst sl. tilkynnti Iðnaðarráðherra að ríkissjóður muni yfirtaka 1.200 mkr.
af skuldum stofnunarinnar, og hún fái 200 mkr. á næstu tveimur árum í
samkeppnissjóð sem yrði notaður til eflingar nýsköpunar á landsbyggðinni. 
Þetta er gert til að Byggðastofnun geti betur stutt við fyrirtæki í
sjávarútvegi sem munu eiga í vandræðum vegna 30% niðurskurðar í þorskveiðum. 
Áætlað er að afléttingin skuldanna verði afgreidd frá Alþingi í fjáraukalögum í
haust og muni koma til framkvæmda í lok ársins.  Mun þessi aðgerð styrkja
efnahag stofnunina til muna og tvöfalda eigið fé hennar.

Anhänge

frettatilkynning v arshlutauppgjors 2007 me tolum.pdf byggdastofnun_2007_06_30.pdf