2007


Stjórn Landsvaka hf., sem rekur verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og
fagfjárfestasjóði Landsbankans, hefur staðfest 6 mánaða uppgjör fyrir árið
2007.  Fyrri hluti árs 2007 var mjög viðburðaríkur í rekstri Landsvaka hf. og
voru stofnaðir 8 nýir sjóðir á tímabilinu auk sameininga sjóða og
nafnabreytinga.  Landsvaki útvíkkaði vöru- og þjónustuframboð sitt með stofnun
fimm nýrra fjárfestingarsjóða, Peningabréfa í CAD og DKK, auk Safnbréfa
varfærinna, blandaðra og framsækinna, eins verðbréfasjóðs, LN-40 og tveggja
fagfjárfestasjóða, Landsbanka Currency Fund og Boreas Capital Fund.  Á
tímabilinu voru Markaðsbréf Landsbankans 3 sameinuð Markaðsbréfum Landsbankans
4 og í kjölfarið var nafni sjóðsins breytt í Markaðsbréf Landsbankans löng. 
Safnbréf hlutabréf/skuldabréf voru sameinuð Safnbréfum varfærnum og Safnbréf
innlend/erlend voru sameinuð Safnbréfum blönduðum.  Nöfnum Markaðsbréfa 1 og 2
var einnig breytt í Markaðsbréf stutt og meðallöng. Landsvaki hf. er
dótturfélag Landsbanka Íslands hf. og hluti af samstæðureikningi bankans. 

Sjá lykiltölur í viðhengi.


•  Heildarfjármunir í stýringu Landsvaka hf. námu 248,9 milljörðum króna í lok 
   tímabils. 
  
•  Árshlutareikningur Landsvaka hf. skiptist í tvo hluta, A-hluta og B-hluta. 
   A-hluti nær til rekstrarfélagsins og B-hluti nær til verðbréfasjóða,
   fjárfestingarsjóða og fagfjárfestasjóða Landsvaka hf.. Þessi framsetning á
   reikningnum er í samræmi við reglur um reikningsskil rekstrarfélaga
   verðbréfasjóða sem settar voru af Fjármálaeftirlitinu árið 2002. 

•  Árshlutareikningurinn hefur verið kannaður af PricewaterhouseCoopers hf sem
   telur að reikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins á tímabilinu,
   efnahag í lok tímabils og breytinga á fjárhagslegri skipan, í samræmi við lög
   og settar reikningsskilareglur. 

Horfur í rekstri Landsvaka hf. eru almennt góðar og félagið er vel í stakk búið
til að mæta vexti í starfseminni.  Lykilárangursþættir í rekstri Landsvaka er
árangur í ávöxtun fjármuna og vöxtur stofna í umsýslu.  Vel hefur tekist til
með ávöxtun sjóða og stofnar félagsins vaxið verulega en Landsbankinn er
aðalsöluaðili sjóða Landsvaka. 


Verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir Landsvaka hf.

•  Þann 30. júní 2007 voru níu verðbréfasjóðir, þrettán fjárfestingarsjóðir og
   sjö fagfjárfestasjóðir í rekstri hjá Landsvaka hf. og nam hrein eign þeirra
   235,2 milljörðum króna sem er aukning um 60% frá sama tíma í fyrra. 

Sjá lykiltölur í viðhengi.

Horfur 
Rekstur verðbréfasjóða, fjárfestingarsjóða og fagfjárfestasjóða Landsvaka hf.
er margþættur og rekstur sjóða háður þróun á þeim mörkuðum sem þeir fjárfesta
á.  Horfur eru ágætar á þeim mörkuðum, en ávöxtun sjóða er háð mörgum
utanaðkomandi þáttum sem er vert að hafa í huga og skilyrði geta breyst skjótt. 
Nánari upplýsingar um árshlutareikning Landsvaka hf. veita Stefán H.
Stefánsson, stjórnarformaður í síma 410 7151 og Sigurður Óli Hákonarson
framkvæmdastjóri í síma 410 7171.

Anhänge

landsvaki - frettatilk - lykiltolur.pdf landsvaki hf arshlutauppgjor 30 juni 2007.pdf