Hagnaður ríflega áttfaldast - arðsemi eigin fjár 121,5% Rekstur Afkoma Sparisjóðs Kópavogs (SPK) á fyrri árshelming ársins 2007 er sú langbesta í sögu sparisjóðsins. Hagnaðurinn er mun hærri en áður hefur sést í bókum sjóðsins á heilu ári. Tímabilið var sjóðnum einstaklega hagfellt og hagnaður langt umfram áætlanir. Hagnaður SPK fyrstu 6 mánuði ársins 2007 er 983 millj.kr. fyrir skatta en var 106 millj.kr. á sama tímabili árið 2006, aukningin nemur 831,6%. Að teknu tilliti til skatta er hagnaður tímabilsins 811 millj.kr. í samanburði við 96 millj.kr. fyrri hluta árs 2006. Hagnaður eftir skatta eykst um 745,7% milli tímabila. Arðsemi eiginfjár var 121,5% á ársgrundvelli. Er þetta mesti hagnaður og hæsta arðsemi í sögu SPK. Vaxtatekjur fyrri hluta árs 2007 eru 1.148 millj.kr. og dragast saman um 3,8% frá sama tímabili fyrra árs. Vaxtagjöld aukast um 4,8% og eru alls 1.035 millj.kr. Hreinar vaxtatekjur sparisjóðsins eru 113 millj.kr. en voru 206 millj.kr. á sama tíma árið 2006. Vaxtamunur, þ.e. vaxtatekjur að frádregnum vaxtagjöldum í hlutfalli af meðalstöðu heildarfjármagns, er nú 1,0% en var 2,2% á sama tímabili árið 2006. Aðrar rekstrartekjur á fyrri hluta ársins 2007 eru 1.202 millj.kr. samanborið við 132 millj.kr. á sama tíma í fyrra. Hreinar rekstrartekjur eru 1.363 millj.kr. samanborið við 389 millj.kr. á sama tímabili 2006. Laun og launatengd gjöld eru 167 millj.kr. en voru 102 millj. á sama tímabili í fyrra, eða 63,2% hækkun milli tímabila. Afskrift rekstrarfjármuna er 3,8 millj.kr. sem er 45,4% lækkun frá sama tíma í fyrra. Annar rekstrarkostnaður er 157 millj.kr. samanborið við 119 millj.kr. á sama tíma í fyrra, 32,3% hækkun. Rekstrargjöld sem hlutfall af meðalstöðu efnahags eru 2,5% á ársgrundvelli og lækkar úr 3,0% fyrir árið 2006. Kostnaðarhlutfall er 24,1% en var 58,7% á sama tíma í fyrra. Virðisrýrnun útlána er 52 millj.kr. samanborið við 55,0 millj.kr. fyrstu 6 mánuði ársins 2006. Afskriftareikningur útlána er 0,9% af heildarútlánum og veittum ábyrgðum, var 1,1% í árslok 2006. Efnahagur Útlán til viðskiptavina eru 17.169 millj.kr., aukast um 1.351 millj.kr. frá áramótum eða um 8,6%. Helsta útlánsform er sem fyrr verðtryggð lán. Almenn innlán ásamt lántöku eru 18.561 millj.kr. samanborið við 16.591 millj.kr. í árslok 2006. Almenn innlán eru 11.993 millj.kr., aukast um 7,4% frá áramótum, sem er einkar ánægjuleg þróun. Lántaka er 6.568 millj.kr. samanborið við 5.419 millj.kr. í árslok 2006. Hllutfall almennra innlána af útlánum er hátt og þar af leiðandi er fjármögnun sparisjóðsins sterk. Heildarfjármagn í lok júní er 25.102 millj.kr., hækkar um 4.052 millj.kr. frá árslokum 2006 eða 19,3%. Eigið fé Eigið fé SPK í árslok 2006 er 2.083 millj.kr., hækkar um 664 millj.kr. fyrstu 6 mánuði ársins 2007 eða 46,9%. Eiginfjárhlutfall samkvæmt CAD-reglum er 14,9% en var 11,3% um síðustu áramót. CAD-eiginfjárhlutfall má ekki vera lægra en 8,0%. Nánari upplýsingar veitir: Carl H. Erlingsson, sparisjóðsstjóri, sími 515-1900 - carl@spk.is Helstu niðurstöður úr rekstri og efnahag: Hagnaður SPK tímabilið 1. janúar til 30. júní 2007 er 983 millj.kr. fyrir skatta samanborið við 106 millj.kr. hagnað sama tímabil árið 2006. Hagnaður eftir skatta er 811 millj. kr. samanborið við 96 millj.kr. fyrstu 6 mánuði ársins 2006. Arðsemi eigin fjár er 121,5% á ársgrundvelli en var 20,3% á sama tímabili 2006. Vaxtatekjur eru 1.148 millj. kr. og drógust saman um 3,°8% frá sama tímabili árið 2006. Vaxtagjöld eru 1.034 millj. kr. og jukust um 4,8% frá sama tímabili árið 2006. Hreinar vaxtatekjur eru 113 millj.kr. samanborið við 206 millj.kr. á sama tímabili 2006, drógust saman um 44,9%. Hreinar rekstrartekjur eru 1.363 millj. kr. samanborið við 389 millj. kr. á sama tímabili 2006, aukast um 974 millj.kr. eða 250%. Rekstrargjöld eru 328 millj.kr. fyrstu 6 mánuði ársins og aukast um 43,7% frá sama tímabili árið 2006. Launakostnaður hækkar um 63,2% en almennur rekstrarkostnaður hækkar um 32,3%. Kostnaðarhlutfall er 24,0% samanborið við 58,6% á sama tímabili 2006. Virðisrýrnun útlána er 52 millj.kr. samanborið við 55 millj.kr. á sama tímabili 2006. Afskriftareikningur, reiknaður af útlánum og veittum ábyrgðum, er 0,93%. Útlán til viðskiptavina eru 17.169 millj.kr. aukast um 8,5% frá árslokum 2006. Almenn innlán eru 11.993 millj.kr. aukast um 7,4% frá árslokum 2006. Eigið fé í lok júní 2007 er 2.086 millj.kr. hækkar um 664 millj.kr. frá áramótum eða 46,85%. Eiginfjárhlutfall samkvæmt CAD-reglum er 14,9% Vaxtamunur tímabilsins 1,0% samanborið við 2,2% sama tímabil árið 2006. Heildarfjármagn í júní lok 2007 er 25.102 millj.kr., hækkar um 4.051 millj. kr. eða 19,3% frá áramótum.
2007
| Quelle: Sparisjóður Kópavogs