Icelandic Group hefur undirritað viljayfirlýsingu um sölu á 81% af eignarhlut sínum í Icelandic Holding Germany GmbH, móðurfélagi Pickenpack Hussmann & Hahn GmbH í Þýskalandi og Pickenpack Gelmer SAS í Frakklandi. Kaupandi hlutarins er Finnbogi A. Baldvinsson, framkvæmdastjóri Icelandic Europe. Tilgangur sölunnar er að skerpa áherslur í rekstri Icelandic Group og lækkun skulda. Samkvæmt viljayfirlýsingunni þá afhendir kaupandi um 21% heildarhlutafjár í Icelandic Group sem endurgjald fyrir 81% hlutafjár í Icelandic Holding Germany GmbH. Icelandic Group stefnir að því að framselja þá eigin hluti sem félagið veitir viðtöku í viðskiptunum, í heild eða að hluta, til fjárfesta. Gert er ráð fyrir að endanlegar samningar verði undirritaðir á næstu vikum og verður þá nánar greint frá áhrifum kaupanna á rekstur og efnahag Icelandic Group. Nánari upplýsingar veitir: Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandic Group S: 896 1455
-Icelandic Group hefur undirritað viljayfirlýsingu um sölu á 81% af eignarhlut sínum í Icelandic Holding Germany
| Quelle: Icelandic Group hf.