Innlausnartímabili vegna hluta í Mosaic Fashions hf. lauk kl. 16 mánudaginn 17. september. Tessera Holding ehf. og samstarfsaðilar yfirtökutilboðs eiga nú samtals 99,9% af hlutafé Mosaic Fashions hf. Útistandandi hlutir verða innleystir til Tessera Holding ehf. og greiðsla fyrir hlutina greidd á einstaklingsbundna geymslureikninga hjá Kaupþingi banka hf. Eftir innlausnina munu Tessera Holding ehf. og samstarfsaðilar eiga 100% hlutafjár í Mosaic Fashions hf. Nánari upplýsingar veitir Þórólfur Jónsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings banka hf., í síma 444-6000.