- Fyrstu níu mánuðir ársins 2007:


Tap fyrstu níu mánuði ársins € 0,3 milljónir


Helstu niðurstöður fyrstu níu mánuði ársins og þriðja ársfjórðungs

*	Vörusala € 1.056,6 milljónir á fyrstu níu mánuðum ársins og € 327,4 í þriðja
ársfjórðungi 
*	Samdráttur í tekjum 5,1% á fyrstu níu mánuðum ársins, 11,0% í þriðja
ársfjórðungi 
*	Hagnaður fyrir vexti, skatta og afskriftir (EBITDA) € 27,0 milljónir á fyrstu
níu mánuðum ársins og € 8,5 milljónir í þriðja ársfjórðungi 
*	Rekstrarhagnaður (EBIT) € 12,7 milljónir á fyrstu níu mánuðum ársins 2007 og 
3,7 milljónir á þriðja ársfjórðungi 2007 
*	Tap € 0,3 milljónir á fystu níu mánuðum ársins og € 2,5 milljónir á þriðja
ársfjórðungi 
*	Handbært fé frá rekstri fyrir skatta og vexti € 49,0 milljónir
*	Heildareignir € 860,2 milljónir - eiginfjárhlutfall 19,5%
*	Arðsemi eigin fjár neikvæð um 1,1%

Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandic Group:
„Okkar áætlanir gerðu ráð fyrir því að hagræðingin sem unnið hefur verið að frá
júlímánuði 2006 skilaði sér í betra uppgjöri á þessu ári. Svo er ekki og hafa
margvíslegar ástæður orðið þess valdandi að við erum enn að. Nú liggur fyrir að
hagræðingin mun ekki koma til fullra áhrifa fyrr en í upphafi næsta árs. Flest
fyrirtæki sem hafa verið í umbreytingarferli sýna bættan rekstur en ljóst er að
tímaþátturinn var vanmetinn hjá okkur.  Rekstur Icelandic er víða kominn á gott
skrið og margar einingar eru að skila ágætri framlegð. Við erum nú að ljúka
sölu á einingum sem ekki hafa verið að skila nægilegri framlegð og er það hluti
af hagræðingarferlinu að selja þær einingar sem ekki hafa verið að standa undir
væntingum og styrkja þær sem hafa gengið vel. Rekstur Pickenpack Gelmer olli
miklum vonbrigðum og hafði hann neikvæð áhrif á rekstur og framlegð
samstæðunnar á tímabilinu.  Veðurfar í Bretlandi hafði áhrif á sölu í
fjórðungnum og einnig dró úr eftirspurn í lok fjórðungsins í Bandaríkjum. 

Stóra breytan í þessu uppgjöri liggur í afkomu Pickenpack Gelmer í Frakklandi
þar sem rekstrarniðurstaðan er slök og langt frá áætlunum.  Félagið er hluti af
Icelandic Holding Germany sem unnið er að sölu á. 


Það er bjargföst trú mín að hagræðingarferlið, sem við fórum af stað með í júlí
og ágúst á síðasta ári, muni skila hluthöfum auknum verðmætum og enn betra
félagi.  Ljóst er að félagið mun ekki ná þeim EBITDA markmiðum sem sett voru
fyrir árið 2007 og tóku mið af því að hagræðingarferlinu lyki fyrr en raunin
er.“

Anhänge

frettatilkynning 3f.pdf icelandic group interim reporting september 30th 2007.pdf