Með bréfi dagsettu 10. desember 2007 hefur Gísli Kjartansson sagt sig úr stjórn VBS fjárfestingarbanka hf. Gísli hefur verið formaður stjórnarinnar. Í bréfinu segir Gísli ástæðuna að Sparisjóður Mýrarsýslu, sem hann sé í forsvari fyrir, hafi keypt verðbréfafyrirtækið Nordvest og ákveðið hafi verið að efla og styrkja rekstur þess. Nordvest starfar að hluta á sama markaði og VBS fjárfestingarbanki hf. Páll Magnússon, sem áður var varaformaður, hefur tekið við stjórnarformennsku í VBS fjárfestingarbanka hf.
- Gísli Kjartansson segir sig úr stjórn VBS fjárfestingarbanka
| Quelle: VBS Fjárfestingarbanki hf.