Icelandic Group hf. og Finnbogi A. Baldvinsson hafa komist að samkomulagi um að afturkalla viljayfirlýsingu um sölu á 81% eignarhlut í Icelandic Holding Germany, móðurfélagi Pickenpack Hussmann & Hahn GmbH í Þýskalandi og Pickenpack Gelmer SAS í Frakkland, til hins síðarnefnda. Ástæðuna fyrir afturkölluninni má fyrst og fremst rekja til skilyrða á alþjóðlegum fjármálamálamörkuðum hafa verið sérlega óhagstæð frá því að skrifað var undir viljayfirlýsinguna. Nánari upplýsingar veitir: Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandic Group S: 896 1455 Reykjavík 14. desember 2007 Um Icelandic Group Icelandic Group (OMX Nordic Exchange: IG) er alþjóðlegt net fyrirtækja sem starfa hvert á sínum markaði við framleiðslu og sölu sjávarafurða. Á mörgum mörkuðum er félagið þekkt fyrir vörumerki sitt ICELANDIC, sérstaklega innan veitingahúsa og mötuneyta. Félagið er einnig stór birgi smásöluverslana með framleiðslu undir eigin vörumerkjum eða undir vörumerkjum smásölukeðjanna. Starfsmenn Icelandic Group eru um 4.600. Hjá þeim stóra hópi liggur yfirgripsmikil þekking sem spannar allt frá veiðum og frumvinnslu sjávarfangs til vöruþróunar og framleiðslu tilbúinna rétta og þekking á markaði.
-Viljayfirlýsingu um sölu á 81% af eignarhlut Icelandic Group hf. í Icelandic Holding Germany hefur verið afturkölluð
| Quelle: Icelandic Group hf.