- Icelandic USA selur verksmiðjuhúsnæði og tæki í Cambridge, Maryland, og birgðir og vörumerki Ocean to Ocean í Bandaríkjunum


Icelandic USA seldi þann 31. desember 2007 verksmiðjuhúsnæði sitt og tæki í
Cambridge, Maryland.  Engin starfsemi hefur verið í húsnæðinu síðan í júní 2007
þegar öll framleiðslan var flutt á einn stað í Newport News, Virginiu.  Eins og
áður hefur komið fram var lokunin á Cambridge verksmiðjunni lokahnykkurinn í
sameiningu Icelandic USA og Samband of Iceland sem hófst á árinu 2005. 
Verksmiðjan í Newport News er nýrri og vel tæknilega búin til að þjóna
núverandi viðskiptavinum Icelandic USA og framtíðarvexti. 

Þá hefur dótturfyrirtæki Icelandic USA, Ocean to Ocean, selt allar birgðir
sínar í Bandaríkjunum og vörumerki tengd þeim birgðum til Singleton Fisheries
undir nafninu Meridian. 

Sölurnar hafa óveruleg áhrif á rekstur og efnahag Icelandic Group.

Nánari upplýsingar veitir:

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandic Group
S: 896-1455



Um Icelandic Group
Icelandic Group (OMX Nordic Exchange: IG) er alþjóðlegt net fyrirtækja sem
starfa hvert á sínum markaði við framleiðslu og sölu sjávarafurða.  Á mörgum
mörkuðum er félagið þekkt fyrir vörumerki sitt ICELANDIC, sérstaklega innan
veitingahúsa og mötuneyta.  Félagið er einnig stór birgi smásöluverslana með
framleiðslu undir eigin vörumerkjum eða undir vörumerkjum smásölukeðjanna. 
Starfsmenn Icelandic Group eru um 4.600.  Hjá þeim stóra hópi liggur
yfirgripsmikil þekking sem spannar allt frá veiðum og frumvinnslu sjávarfangs
til vöruþróunar og framleiðslu tilbúinna rétta og þekking á markaði.