Landsbanki Íslands hf. vísar til tilkynningar sinnar til OMX kauphallar á Íslandi frá 14. janúar sl. Landsbankinn vill vekja athygli markaðsaðila á eftirfarandi tilkynningu sinni þar sem fram kemur að bankinn hefur, með þeim fyrirvörum sem þar greinir, hætt við þátttöku í gerð yfirtökutilboðs í Close Brothers Group Plc í kjölfar yfirlýsingar Cenkos Securities plc. um að félagið hygðist ekki leggja fram yfirtökutilboð í Close Brothers Group. Frekari upplýsingar veita: Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri, sími 898 0177 Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri, sími 820 6399
Tilkynning varðandi þátttöku Landsbankans í gerð yfirtökutilboðs í Close Brothers Group plc.
| Quelle: Landsbanki Íslands hf.