Hagnaður VBS fjárfestingabanka rúmlega fimmfaldast frá fyrra ári Hreinar vaxtatekjur aukast um 238%, arðsemi eigin fjár 26,7% fyrir skatta 1. Lykiltölur og kennitölur úr ársreikningi Lykiltölur úr ársreikningi Rekstrarreikningur 2007 2006 2005 2004 2003 Vaxtatekjur 2.811.430 1.138.518 676.350 230.102 94.707 Vaxtagjöld 1.822.873 846.421 207.627 106.493 37.154 Hreinar vaxtatekjur 988.557 292.097 468.723 123.609 57.553 Hreinar þjónustutekjur 1.497.005 573.302 420.566 278.018 222.181 Aðrar rekstrartekjur 292.307 5.421 28.731 29.578 22.104 Hreinar rekstrartekjur 2.777.869 870.820 918.020 431.205 301.838 Laun og tengd gjöld 665.117 176.429 311.479 157.369 108.170 Rekstrarkostnaður 176.018 143.028 88.567 79.545 70.759 Rekstrargjöld alls 841.135 319.457 400.046 236.914 178.929 Virðisrýrnun viðskiptavildar 85.000 0 0 0 Virðisrýrnun útlána 120.413 295.188 23.048 15.967 13.514 Hagnaður fyrir skatta 1.731.321 256.175 494.926 178.324 109.395 Tekjuskattur 314.902 38.996 88.135 31.305 19.451 Hagnaður tímabils 1.416.419 217.179 406.791 147.019 89.944 Efnahagsreikningur 2007 2006 2005 2004 2003 Handbært fé 1.351.424 151.576 277.716 57.399 37.776 Lán og kröfur 24.690.796 9.304.144 4.761.686 2.002.746 634.659 Veltufjáreignir og fjáreignir á gangvirði 5.714.831 5.686.838 996.056 408.584 81.597 Aðrar eignir 3.468.087 1.693.238 325.022 290.106 176.548 Eignir samtals 35.225.138 16.835.796 6.360.480 2.758.835 930.580 Lántaka 24.376.116 9.260.188 4.128.555 1.678.063 283.344 Víkjandi lántökur 500.936 473.818 412.917 208.029 0 Aðrar skuldir 2.029.567 962.286 568.681 398.962 317.277 Eigið fé 8.318.519 6.139.504 1.250.327 473.781 329.959 Skuldir og eigið fé samtals 35.225.138 16.835.796 6.360.480 2.758.835 930.580 Kennitölur Arðsemi eigin fjár 21,9% 13,0% 62,9% 48,0% 38,0% Eiginfjárþáttur A 20,9% 16,8% 21,2% 18,2% 46,5% Eiginfjárhlutfall (CAD) 22,3% 20,8% 28,3% 26,0% 46,5% Hlutfall rekstrarkostnaðar af hreinum rekstrartekjum 30,3% 36,7% 43,6% 54,9% 59,3% Framlag í afskriftarreikning af stöðu útlána í lok árs 0,49% 3,17% 0,48% 0,80% 2,13% VBS fjárfestingarbanki hf. skilaði 1.731 milljóna króna hagnaði fyrir skatta á árinu 2007 en það jafngildir 26,7% ávöxtun eigin fjár á árinu. Að teknu tilliti til skatta var hagnaðurinn 1.416 milljónir sem jafngildir 21,9% ávöxtun eigin fjár á ársgrundvelli. Samkvæmt uppgjöri ársins 2007 nemur eigið fé rúmum 8,3 milljörðum króna og er eiginfjárhlutfall (CAD) 22,3%. Hlutfall rekstrakostnaðar af tekjum var aðeins um 30,3% sem er lágt í samanburði við íslenska banka og fjármálafyrirtæki. Bankinn er fjárhagslega sterkur og er því vel í stakk búinn til frekari vaxtar. Helstu niðurstöður úr ársreikningi VBS fjárfestingarbanka fyrir árið 2007: • Hagnaður bankans eftir skatta árið 2007 rúmlega fimmfaldaðist frá fyrra ári, nam 1,4 milljarði króna . • Hagnaður fyrir skatta nam 1,7 milljarði króna, sem er 576% aukning frá árinu 2006. • Hreinar vaxtatekjur ársins 2007 jukust 238% frá fyrra ári. • Rekstrartekjur jukust um 219% og námu 2,8 milljörðum króna. • Þóknunartekjur jukust um 161% á milli ára, námu 1,5 milljarði króna. • Arðsemi eigin fjár fyrir skatta nam 26,7% • Arðsemi eigin fjár eftir skatta nam 21,9% • Eigið fé jókst um 35% á árinu úr 6,1 milljarði króna árið 2006 í 8,3 milljarða árið 2007. • Kostnaðarhlutfall var 30,3% • Eignir jukust um 109% milli ára. Eru nú 35,2 milljarðar. • VBS á engar eignir tengdar skuldabréfavafningum eða svo kölluðum undirmálslánum (e. sub-prime) • Stjórn bankans mun óska eftir heimild aðalfundar til að sækja um viðskiptabankaleyfi til Fjármálaeftirlitisins. • Stjórn bankans mun óska eftir heimild aðalfundar til útgáfu nýs hlutafjár að upphæð 150 milljónir að nafnverði, m.a. til að mæta fyrirhuguðum vexti. 2. Reikningsskilaaðferðir Ársreikningurinn er fyrsti ársreikningur félagsins sem gerður er samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og hefur fjárhæðum í opnunarefnahagsreikningi 1. janúar 2006 verið breytt til samræmis við þá. Einnig hafa rekstrarliðir á árinu 2006 verið endurreiknaðir og framsetningu breytt eins og nánar er greint í skýringu 69 í ársreikningnum. Heildaráhrif þessara breytinga á eigið fé í byrjun árs 2007 nema hækkun að fjárhæð 43,4 milljónir kr. VSB fjárfestingabanki og Fjárfestingarfélag Sparisjóðanna hf. (FSP) sameinuðust á árinu og miðaðist sameiningin við 1. janúar 2007 og hefur samanburðartölum í efnahagsreikningi verið breytt til samræmis. Áhrif þessa á eigið fé VSB í byrjun árs nema aukningu eigin fjár um 5 milljarða króna og eru áhrifin á einstaka liði greind nánar í skýringu 70 í ársreikningnum. 3. Umfjöllun um niðurstöður Árið 2007 var ár breytinga í rekstri VBS fjárfestingarbanka. Sameining við Fjárfestingarfélag Sparisjóðanna auðveldaði vöxt og fjölbreytni í rekstri bankans. Fjöldi hæfileikaríks fólks bættist í hóp starfsmanna og ný starfssvið voru sett á fót. Þá voru innviðir styrktir til muna og innra erftirlit hert. Samhliða öflugu uppbyggingarstarfi náðist frábær árangur í rekstri. Hagnaður bankans nam 1,7 milljarði fyrir skatta. Arðsemi eigin fjár var 24,1% fyrir skatta og kostnaðarhlutfall aðeins 34,8% sem er með því lægsta sem gerist. Tekjumyndun bankans verður stöðugt fjölbreyttari og uppruni tekna frá fleiri starfssviðum. Lánasafn VBS er traust og hefur dreifing þess aukist mikið á árinu. Megin hluti þess er til innlendra aðila og hefur vægi lána til nýbygginga dregist stórlega saman á árinu. Hagnaður VBS fjárfestingarbanka hf. árið 2007 nam 1.416 milljónum kr. eftir skatta og er hagnaðurinn 1.199 milljónum króna meiri en árið á undan. Hreinar vaxtatekjur námu 988,6 milljónum króna og hafa vaxið um 238% milli ára. Hreinar þóknanatekjur námu 1.497 milljónum sem er 924 milljónum meira en árið á undan. Rekstarafkoma bankans er framúrskarandi miðað við hinn mikla vöxt á árinu og aðstæður á fjármálamörkuðum á síðari hluta ársins. Tekjumyndun verður sífellt fjölbreyttari og uppruni tekna á fleiri starfssviðum. Bankinn hefur ekki fjárfest í skuldabréfavafningum og ber enga áhættu af bandarískum undirmálslánum. Eignir bankans jukust árið 2007 úr 16,8 milljörðum í 35,2 milljarða og var eigið fé í árslok 2007 8,3 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall (CAD) er 22,3%. 4. Horfur Það er trú okkar hjá VBS að tímabundnir erfiðleikar á mörkuðum skapi mikilsverð viðskiptatækifæri fyrir bankann. Framundan eru margvísleg verkefni, m.a. hefur stjórn samþykkt að leggja til við aðalfund að sótt verði um viðskiptabankaleyfi til Fjármálaeftirlitsins. Sömuleiðis er í undirbúningi að hefja starfsemi á fleiri sviðum fjármálaþjónustu. VBS fjárfestingarbanki hefur margfaldast á nýliðnu ári, efnahagsreikningur rúmlega tvöfaldaðist og hreinar vaxtatekjur einnig. Áætlanir okkar gera ráð fyrir áframhaldandi vexti og sókn. Í nýsamþykktri stefnumótun er sérstök áhersla lögð á að byggja upp traust og sveigjanlegt samband við viðskiptavini og veita þeim framúrskarandi þjónustu á þeim mörkuðum sem þeir starfa á. Starfsmenn VBS fjárfestingarbanka líta því björtum augum til ársins 2008. 5. Aðalfundur Aðalfundur VBS verður haldinn 22. febrúar. Tillögur til aðalfundar varða greiðslu arðs að fjárhæð 300 milljónir króna, kaup á eigin bréfum, útgáfu nýrra hluta að nafnvirði 150 milljónir króna, starfskjarastefnu auk þess sem óskað verur heimildar til þess að sækja um viðskiptabankaleyfi. Nánari upplýsingar veitir Jón Þórisson, forstjóri VBS fjárfestingarbanka, í síma 894-0482
2007
| Quelle: VBS Fjárfestingarbanki hf.