2007 - Leiðrétting - Frétt birt 2008-02-04 17:02:11


Leiðrétting: Ársreikningur birtur aftur til að uppfylla skyldur um dreifingu
ársuppgjörs innan evrópska efnahagssvæðisins. 


Hagnaður VBS fjárfestingabanka  rúmlega fimmfaldast frá fyrra ári

VBS fjárfestingarbanki hf. skilaði 1.731 milljóna króna hagnaði fyrir skatta á
árinu 2007 en það jafngildir 26,7% ávöxtun eigin fjár á árinu. Að teknu tilliti
til skatta var hagnaðurinn 1.416 milljónir sem jafngildir 21,9% ávöxtun eigin
fjár á ársgrundvelli. Samkvæmt uppgjöri ársins 2007 nemur eigið fé rúmum 8,3
milljörðum króna og er eiginfjárhlutfall (CAD) 22,3%. Hlutfall rekstrakostnaðar
af tekjum var aðeins um 30,3% sem er lágt í samanburði við íslenska banka og 
fjármálafyrirtæki. Bankinn er fjárhagslega sterkur og er því vel í stakk búinn
til frekari vaxtar.
 

Helstu niðurstöður úr ársreikningi VBS fjárfestingarbanka fyrir árið 2007:

•  Hagnaður bankans eftir skatta árið 2007 rúmlega fimmfaldaðist frá fyrra ári,
   nam 1,4 milljarði króna.
 
•  Hagnaður fyrir skatta nam 1,7 milljarði króna, sem er 576% aukning frá árinu
   2006. 

•  Hreinar vaxtatekjur ársins 2007 jukust 238% frá fyrra ári.

•  Rekstrartekjur jukust um 219% og námu 2,8 milljörðum króna.

•  Þóknunartekjur jukust um 161% á milli ára, námu 1,5 milljarði króna.

•  Arðsemi eigin fjár fyrir skatta nam 26,7%

•  Arðsemi eigin fjár eftir skatta nam 21,9%

•  Eigið fé jókst um 35% á árinu úr 6,1 milljarði króna árið 2006 í 8,3
   milljarða árið 2007. 

•  Kostnaðarhlutfall var 30,3%

•  Eignir jukust um 109% milli ára.  Eru nú 35,2 milljarðar.

•  VBS á engar eignir tengdar skuldabréfavafningum eða svo kölluðum
   undirmálslánum (e. sub-prime) 

•  Stjórn bankans mun óska eftir heimild aðalfundar til að sækja um
   viðskiptabankaleyfi til Fjármálaeftirlitisins. 

•  Stjórn bankans mun óska eftir heimild aðalfundar til útgáfu nýs hlutafjár að
   upphæð 150 milljónir að nafnverði, m.a. til að mæta fyrirhuguðum vexti. 

 
Nánari upplýsingar veitir Jón Þórisson, forstjóri VBS fjárfestingarbanka, í
síma 894-0482

Anhänge

vbs frettatilkynning 12 20071.pdf vbs 12 2007.pdf