- Fjármálastjóra


Viðar Þorkelsson hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu sem fjármálastjóri
365 hf. frá og með 15. mars n.k. til að taka við nýju starfi sem
framkvæmdastjóri fjármálasviðs FL-Group. 

Viðar tók við fjármálastjórn 365 hf. eftir skiptingu Dagsbrúnar í nóvember
2006, en hafði fyrir það verið fjármálastjóri og aðstoðarforstjóri Dagsbrúnar
og þar á undan Vodafone. 

Ari Edwald forstjóri 365 hf. :
„Ég vil þakka Viðari innilega fyrir góð störf í þágu félagsins og óska honum
velfarnaðar á nýjum vettvangi.“ 

Ekki hefur verið ráðið í stöðu fjármálastjóra félagsins.