Coldwater Seafood Ltd., dótturfélag Icelandic Group, hefur hafið lögbundinn 90 daga samningaferil varðandi endurskipulagningu á rekstri Coldwater í Redditch. Ferillinn hefst á því að verkalýðsfélög á svæðinu, ásamt fulltrúum starfsmanna félagsins í Redditch, eru upplýstir um fyrirhugaða endurskipulagningu. Á meðan á samningaferlinu stendur mun Coldwater Seafood skoða alla valkosti varðandi endurskiplagningu á rekstrinum. Hjá Coldwater Seafood í Bretlandi starfa um 900 starfsmenn í þremur verksmiðjum, tvær eru í Grimsby og ein í Redditch.
- Coldwater Seafood Ltd. hefur 90 daga endurskiplagningarferli í Redditch
| Quelle: Icelandic Group hf.