Metafkoma 2007 Hagnaður þrefaldast frá fyrra ári -arðsemi eigin fjár 44% Hagnaður Byrs árið 2007 nam 9.614 m.kr. fyrir tekjuskatt en nam 3.200 m.kr. fyrir árið 2006 og nemur aukningin 200,5%. Að teknu tilliti til skatta var hagnaður tímabilsins 7.929 m.kr. í samanburði við 2.676 m.kr. árið 2006. Hagnaður eftir skatta jókst um 196,3% milli ára. Um er að ræða mesta hagnað í sögu félagsins og hefur hagnaður fyrir skatta rúmlega þrefaldast frá fyrra ári. Ársreikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Á árinu 2006 sameinuðust Sparisjóður vélstjóra og Sparisjóður Hafnarfjarðar en nafni sameinaðs sparisjóðs var síðar breytt í Byr. Reikningsskilalega miðaðist samruninn við 30. apríl 2006. Í nóvember 2007 samþykkti Fjármálaeftirlitið samruna Byrs og Sparisjóðs Kópavogs og reikningsskilalega miðast sá samruni við 1. nóvember 2007. Framangreindir samrunar hafa því veruleg áhrif á samburðarhæfni fjárhæða og hlutfalla áranna 2006 og 2007. Helstu niðurstöður úr rekstri og efnahag: * Hagnaður Byrs árið 2007 nam 9.614 m.kr. fyrir skatta samanborið 3.200 m.kr. árið 2006. * Hagnaður eftir skatta nam 7.929 m.kr. samanborið við 2.676 m.kr. árið 2006. * Arðsemi eigin fjár var 44% á ársgrundvelli. * Vaxtatekjur námu 12.996 m.kr. og jukust um 58% frá fyrra ári. * Vaxtagjöld námu 10.293 m.kr og jukust um 60% frá fyrra ári. * Hreinar vaxtatekjur námu 2.703 m.kr. samanborið við 1.788 m.kr. árið 2006 og hafa því aukist um 51%. * Hreinar rekstrartekjur námu 13.885 m.kr. samanborið við 5.502 m.kr. árið 2006 og hafa því aukist um 152%. * Rekstrargjöld námu 3.455 m.kr. og jukust um 56% frá fyrra ári. Launakostnaður hækkaði um 26% en almennur rekstrarkostnaður hefur aukist um 95%. * Kostnaðarhlutfall árið 2007 var 24,9% á móti 40,2% fyrir árið 2006. * Virðisrýrnun útlána nam 817 m.kr. samanborið við 89 mkr. árið 2006. * Afskriftarreikningur lána og krafna nam í árslok 2007 1,5% af útlánum og veittum ábyrgðum en var 1,0% í árslok 2006. * Útlán til viðskiptavina námu 117.737 m.kr. og jukust um 61% á árinu. * Innlán viðskiptamanna námu 70.102 m.kr. og jukust um 50% á árinu. * Eigið fé í áraslok nam 53.197 m.kr. og hefur vaxið um 39.249 m.kr. á árinu eða um 281%. * Eiginfjárhlutfall skv. CAD reglum er 40,2%. * Vaxtamunur tímabilsins var 1,9% samanborið við 2,5% árið 2006. * Heildarfjármagn nam 184.852 m.kr. og jókst um 77% á árinu. Nánari upplýsingar veita: Ragnar Z. Guðjónsson og Magnús Ægir Magnússon sparisjóðsstjórar, sími 575-4000.
2007
| Quelle: Byr sparisjóður