2007


Ársreikningur félagsins er nú í fyrsta sinn gerður í samræmi við alþjóða
reikningsskilastaðla IFRS. Verslunarmiðstöðin er nú flokkuð sem
fjárfestingareign og er hún metin á gangverði í samræmi við IAS 40. Eignin er
metin með því að núvirða frjálst sjóðsflæði til framtíðar. Innleiðingardagur
breytinganna var 1. janúar 2006. Við upptöku IFRS hækkar eigin fé félagsins í
ársbyrjun 2007 um 5.195 mkr. eða úr 1.100 mkr. í 6.295 mkr. 

Hagnaður  Smáralindar ehf. árið 2007 nam 156 mkr. samanborðið við 238 mkr. árið
2006.  Hagnaður fyrir matsbreytingar, afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam
797 mkr. sem er um 7,5% aukning frá árinu 2006. Hanbært fé frá rekstri nam  455
mkr. samanborið við 342 mkr. árið 2006. 

Heildareignir félagsins námu 15.237 mkr. þann 31.12.2007 en þær námu 16.181
mkr. í árslok 2006. Eigið fé félagsins í lok tímabilsins var 6.451 mkr. Að
teknu tilliti til vikjandi láns frá móðurfélagi var eiginfjárhlutfallið 56%. 

Í samanburðartölum hér á eftir eru ársreikningar 2004 og 2005 skv. íslenskum
reikningsskilavenjum en IFRS gildir fyrir árin 2006 og 2007: Sjá viðhengi. 


Gestum Smáralindar fjölgaði um 9 % á milli áranna 2006 og 2007 og er það næst
mesta fjölgun gesta milli ára frá opnun verlsunarmiðstöðvarinnar. Velta í
verslunum hefur á sama hátt aukist eins og undanfarin ár. 


Í apríl s.l. hófst Norðurturninn ehf. (systurfélag Smáralindar ehf.) handa við
byggingu svokallaðs  Norðurturns á NV- hlutar lóðar Smáralindar og er gert ráð
fyrir að framkvæmdum ljúki um haustið 2009. Við Norðurturninn verða um 800
bílastæði í bílastæðahúsi á þremur hæðum en hann verður tengdur Smáralind með
tveggja hæða byggingu. Tilkoma Norðurturns ásamt annarri uppbyggingu í
Kópavogsdalnum mun hafa veruleg og jákvæð áhrif á alla starfsemi
verslunarmiðstöðvarinnar til framtíðar. 

Nánari upplýsingar veitir:
Helgi M.Magnússon,

Anhänge

smaralind - frettatilkynning arsreikningur 31 12  2007.pdf smaralind arsreikningur 31 12 2007.pdf