2007


Félagið innleiddi IFRS í reikningsskil sín í fyrsta skipti í ársreikningi 2007
og var farið eftir fyrirmælum í IFRS1, First time adoption of IFRS. 
 
Upptökudagur IFRS miðast við 1. janúar 2006, en það er dagsetning
opnunarefnahagsreiknings. Í innleiðingarferlinu var farið yfir reikningsskil
félagsins og dregið saman hvar mismunur væri á reikningshaldslegri meðhöndlun
samkvæmt íslenskum ársreikningalögum og fyrirmælum IFRS. 
 
Í ljós kom að í tveim tilvikum var reikningshaldsleg meðhöndlun ekki í samræmi
við IFRS, annarsvegar meðferð á lántökukostnaði og hinsvegar aðferð við
útreikning fyrninga fastafjármuna. 
 
Lántökukostnaður hefur verið gjaldfærður að fullu við lántöku, en ekki dreift á
líftíma láns miðað við aðferð virkra vaxta. Töluleg áhrif vegna þessa eru
óveruleg í ársreikningnum og því hafa reikningskil félagsins ekki verið
leiðrétt afturvirkt vegna þessa atriðis. Varðandi útreikning á fyrningu
fastafjármuna þá mun aðferðafræðinni verða breytt til samræmis við fyrirmæli
IFRS, en líkt og með lántökukostnaðinn eru áhrif breytingar óveruleg. 
 
Innleiðing IFRS leiddi því ekki til neinna tölulegra breytinga á
samanburðartölum, en skýringar eru nú fleiri og ítarlegri en verið hefur, auk
þess sem sérstakt tveggja ára eiginfjáryfirlit er meðal töluyfirlita en ekki
innifalið í skýringum líkt og verið hefur. 

Ársreikningur Jeratúns ehf. fyrir árið 2007 var staðfestur af stjórn og
framkvæmdastjóra félagsins í dag, 31. mars 2008. 

Jeratún ehf. er einkafyrirtæki í eigu Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar,
Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar og bera þau ábyrgð á skuldbindingum þess.
Hlutverk félagsins er bygging og rekstur skólahúsnæðis Fjölbrautaskóla
Snæfellinga í Grundarfirði. Starfsemi félagsins flokkast því undir að vera á
vettvangi sveitarfélaga. 

Rekstrartap félagsins á árinu 2007 var 27.531 þús. kr. og í lok þess var eigið
fé neikvætt sem nam -19.080 þús. kr. samkvæmt ársreikningi. Ástæða fyrir þessu
tapi má rekja til mikils  fjármagnskostnaðar og of lágrar húsaleigu. 
 
Lántaka félagsins er vegna fjármögnunar framkvæmda við Fjölbrautaskóla
Snæfellinga. Sveitarfélögin ásamt ríkinu greiða húsaleigu sem á að standa undir
afborgunum og vöxtum af lánum. Í lok ársins námu eftirstöðvar lána 470,7 millj.
kr. og voru eftirstöðvar í skilum. Sveitarfélögin bera hlutfallslega ábyrgð á
greiðslu lánanna. 

Vakin er athygli á fyrirvara í áritun endurskoðenda varðandi rekstrarhæfi
félagsins. 

Ásgeir Valdimarsson, er stjórnarformaður Jeratúns ehf. og veitir frekari
upplýsingar um starfsemi þess og stöðu.

Anhänge

jeratun ehf  12 2007.pdf jeratun - frettatilkynning .pdf