Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings tilkynnti í dag að það hafi breytt horfum vegna langtíma- og skammtímaeinkunna (e. Long- and Short-term Issuer Default ratings), einkunna vegna almennra og víkjandi lána (e. senior and subordinated debt ratings) og óháðra einkunna (e. Individual ratings), hjá Kaupþingi banka, Glitni banka og Landsbanka Íslands í neikvæðar (e. Rating Watch Negative). Stuðningseinkunnir "2", stuðningseinkunnargólf "BBB" hafa verið staðfestar. Þótt Fitch telji að lausafé bankanna þriggja sé nú fullnægjandi, þá hafi minnkandi traust á geiranum aukið hættu á ófyrirséðri minnkun á lausafé og takmarkað verulega möguleika til fjármögnunar. Jafnframt muni skörp lækkun krónunnar og aukin hætta á "harðri lendingu" í hagkerfinu líklega minnka gæði eigna og hafa neikvæð áhrif á rekstrarárangur. Engu að síður telur Fitch að grunnrekstur bankanna þriggja sé áfram traustur. Lausafé virðist nægt og bankarnir geti starfað án þess að sækja fé á fjármagnsmarkaði á næstu mánuðum. Frekari upplýsingar veita Guðni Aðalsteinsson - framkvæmdastjóri Fjárstýringar - 444-6126 Jónas Sigurgeirsson - framkvæmdastjóri Samskiptasviðs - 444-6112
Fitch breytir horfum vegna lánshæfismats Kaupþings, Glitnis og Landsbanka í neikvæðar
| Quelle: Kaupþing banki hf.