Leiðrétting: Tillögur vantaði með fyrri frétt AÐALFUNDUR LANDSBANKA ÍSLANDS HF. VERÐUR HALDINN Á GRAND HÓTEL, SIGTÚNI 38, 105 REYKJAVÍK MIÐVIKUDAGINN 23. APRÍL 2008 KL. 16. Dagskrá: 1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans sl. starfsár 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram til staðfestingar 3. Ákvörðun um meðferð hagnaðar á síðastliðnu reikningsári 4. Ákvörðun um lækkun hlutafjár með niðurfellingu eigin bréfa 5. Ákvörðun um hækkun hlutafjár með útgáfu jöfnunarhlutabréfa 6. Kosning bankaráðs 7. Kosning endurskoðenda 8. Tillaga um að heimila bankanum að kaupa eða taka að veði allt að 10% af eigin bréfum 9. Tillögur um breytingar á samþykktum 10.Tillaga um Starfskjarastefnu Landsbanka Íslands hf. lögð fram til endurstaðfestingar 11.Tillaga bankaráðs um framlag í Menningarsjóð Landsbanka Íslands hf. fyrir árið 2008 og um breytta skipulagsskrá Menningarsjóðs Landsbanka Íslands hf. lögð fram til samþykktar 12. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna fyrir næsta kjörtímabil 13. Önnur mál, löglega fram borin Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Tilkynna skal skriflega um framboð til bankaráðs eigi síðar föstudaginn 18. apríl kl. 16. Dagskrá, endanlegar tillögur, skýrsla bankaráðs, ársreikningur félagsins, ásamt skýrslu endurskoðenda liggja frammi í Aðalbanka Landsbankans, Austurstræti 11, Reykjavík, hluthöfum til sýnis viku fyrir aðalfund. Á sama stað munu upplýsingar um framboð til bankaráðs liggja frammi tveimur dögum fyrir aðalfund. Einnig er hægt að nálgast þessi gögn á www.landsbanki.is Gerð er tillaga um að aðalfundur samþykki lækkun hlutafjár Landsbankans um kr. 300.000.000.- að nafnvirði með niðurfellingu á eigin hlutum Landsbankans. Jafnframt er gerð tillaga um að aðalfundur samþykki hækkun hlutafjár með útgáfu jöfnunarhluta um kr. 300.000.000.- að nafnvirði. Gerðar eru eftirfarandi tillögur um breytingar á samþykktum félagsins; að aðalfundur samþykki heimild til hækkunar hlutafjár Landsbankans um allt að kr. 1.200.000.000, með útgáfu nýrra hluta. Hluthafar falla frá forgangsrétti sínum vegna nýju hlutanna, skv. 34. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Gerð er tillaga um orðalagsbreytingu í 2. máls. 4. mgr. 7. gr. samþykktanna, að arður skuli greiddur þeim sem skráðir verða í hlutaskrá eftir að uppgjör viðskipta við lok aðalfundardags hefur farið fram. Þá er gerð tillaga um að aðalfundur samþykki heimild til útgáfu breytanlegra skuldabréfa um allt að kr. 60.000.000.000.- og jafnframt hækkun hlutafjár um allt að kr. 1.500.000.000.- að nafnverði í tengslum við slíka útgáfu. Hluthafar falla frá forgangsrétti sínum til nýrra hluta vegna breytanlegra skuldabréfa, skv. 34. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Loks er gerð tillaga um að ný málsgrein bætist við 11. gr. samþykktanna um heimild til rafrænna samskipta við hluthafa. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við inngang í upphafi fundar. Hluthöfum er gefinn kostur á að greiða atkvæði um tillögur á dagskrá aðalfundar með rafrænum hætti, sjá nánar á heimasíðu Landsbankans, www.landsbanki.is /adalfundur2008. Hluthöfum er bent á að kynna sér tillögurnar fyrir fundinn. Nánari upplýsingar gefur Gunnar Viðar, forstöðumaður Lögfræðiráðgjafar í síma 410-7740 TILLÖGUR: Í samræmi við lið 3 í dagskrá aðalfundar Tillaga bankaráðs um meðferð hagnaðar fyrir reikningsárið 2007. Ályktun aðalfundar Landsbanka Íslands hf. hinn 23. apríl 2008 Meðferð hagnaðar Aðalfundur samþykkir að hagnaði ársins 2007 eftir skatta og hlutdeild minnihluta, sem nam kr. 39.949 milljónum skuli ráðstafað til hækkunar á eigin fé Landsbanka Íslands hf. Greinargerð með tillögunni Gerð er tillaga um að öllum hagnaði ársins 2007 verði ráðstafað til hækkunar á eigin fé bankans. Ekki verður því um útgreiðslu arðs að ræða að þessu sinni. Í samræmi við lið 4 í dagskrá aðalfundar Tillaga bankaráðs um lækkun hlutafjár Ályktun aðalfundar Landsbanka Íslands hf. hinn 23. apríl 2008 Lækkun hlutafjár Aðalfundur Landsbanka Íslands hf. samþykkir lækkun á hlutafé bankans um kr. 300.000.000 að nafnverði þannig að eigin bréf Landsbanka Íslands hf. að sömu fjárhæð verði felld niður. Hlutafé Landsbankans að lækkun lokinni verður kr. 10.892.754.087 að nafnvirði. Greinargerð með tillögunni Gerð er tillaga um að hluta af eigin bréfum Landsbankans verði ráðstafað til lækkunar á hlutafé bankans. Lækkun þessi yrði ekki greidd út til hluthafa heldur yrði hlutafé lækkað sem næmi nafnverði þessara eigin hluta. Tilgangur hlutafjárlækkunarinnar er að minnka hlut Landsbankans í eigin bréfum. Um lagaheimild fyrir hlutafjárlækkuninni er vísað til 4. ml. 1. mgr. 54. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Samkvæmt 2. mgr. 54. gr. sömu laga skal að lokinni hlutafjárlækkun vera fyrir hendi fjármagn er svari a.m.k. til hlutafjárins og þess fjár er lagt hefur verið í lögmælta varasjóði. Ekki skapast skylda til innköllunar enda er verið að ógilda hluti sem eru að fullu greiddir, sbr. 3. mgr. 54. gr. sömu laga. Með þessari framkvæmd yrði einungis um tilfærslur innan höfuðstóls að ræða og eignarhlutur einstakra hluthafa myndi í engu breytast. Lækkun hlutafjár ef þessum toga telst ekki úthlutun á skattskyldum arði í skilningi l. nr. 90/2003 um tekjuskatt og því ekki forsendur til að halda eftir staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur í samræmi við l. nr. 94/1996 um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur. Í samræmi við lið 5 í dagskrá aðalfundar Tillaga bankaráðs um hækkun hlutafjár með útgáfu jöfnunarhluta Ályktun aðalfundar Landsbanka Íslands hf. hinn 23. apríl 2008 Hækkun hlutafjár með útgáfu jöfnunarhluta Aðalfundur Landsbanka Íslands hf. samþykkir útgáfu jöfnunarhlutabréfa í bankanum að nafnvirði kr. 300.000.000 í samræmi við 43. gr. l. nr. 2/1995 um hlutafélög. Eftir útgáfu jöfnunarbréfa mun heildarhlutafé nema kr. 11.192.754.087 að nafnverði. Jöfnunarhlutir verða gefnir út til þeirra sem skráðir verða í hlutaskrá eftir að uppgjör viðskipta sem eiga sér stað fyrir lok aðalfundardags hefur farið fram. Greinargerð með tillögunni Þar sem ætlunin er að ráðstafa eigin bréfum bankans til lækkunar á hlutafé bankans telja stjórnendur bankans nauðsynlegt á sama tíma að nafnverð hlutafjár sé óbreytt. Útgáfa jöfnunarhlutabréfanna myndi ekki hafa í för með sér breytta eignarhlutdeild einstakra hluthafa þar sem eingöngu verði um tilfærslur á höfuðstól að ræða. Ekki yrði um skattskyldan arð að ræða þar sem útgáfan yrði í samræmi við 2. málslið 1. mgr. 11. gr. l. nr. 90/2003 um tekjuskatt og ber Landsbanka Íslands hf. engin skylda til að halda eftir staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur í samræmi við l. nr. 94/1996 um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur. Athygli hluthafa er vakin á því að upphafsvirði þeirra hluta sem hluthafar fá við útgáfu jöfnunarhlutanna verður núll og því ber að greiða fjármagnstekjuskatt af öllu söluverði hlutanna ef og þegar til þess kemur að þeir verða seldir. Landsbanki Íslands hf hefur fengið í hendur bindandi álit frá Ríkisskattstjóra þar sem sú niðurstaða kemur fram að lækkun hlutafjár sem framkvæmd er í því skyni að eyða út eigin bréfum Landsbankans og hækkun hlutafjár í kjölfarið með útgáfu jöfnunarhluta leiði ekki til skattskyldu fyrir hluthafa. Ljóst er að niðurstaðan af þessum tveimur aðgerðum fyrir hluthafa er sú að þeir munu eiga meira nafnverð hlutafjár en fyrir. Eignarhluti þeirra af útistandandi hlutafé verður óbreyttur en eignarhlutur þeirra ef litið er til skráðs hlutafjár hefur hins vegar breyst. Í samræmi við lið 7 í dagskrá aðalfundar Tillaga um kosningu endurskoðenda. Ályktun aðalfundar Landsbanka Íslands hf. hinn 23. apríl 2008. Kosning endurskoðenda Aðalfundur Landsbanka Íslands hf. kýs PricewaterhouseCoopers hf. sem endurskoðendur félagsins fyrir fjárhagsárið 2008. Í samræmi við lið 8 í dagskrá aðalfundar Tillaga um endurnýjun heimildar stjórnar til kaupa á eigin bréfum. Ályktun aðalfundar Landsbanka Íslands hf. hinn 23. apríl 2008 Heimild til kaupa á eigin hlutum Aðalfundur Landsbanka Íslands hf. veitir bankaráði heimild til að ákveða kaup á hlutum í félaginu eða taka slíka hluti að veði, sem nemi allt að 10% hlutafjár. Heimild þessi verði nýtt innan 18 mánaða frá samþykkt aðalfundar. Nafnverð hluta sem félagið kann að eignast samkvæmt heimild þessari má vera allt að kr. 1.119 milljónir en nýti bankaráð heimild til hækkunar hlutafjár hækkar nafnvirði samkvæmt þessari heimild um samsvarandi hlutfall. Kaupverðið skal vera á gengi sem sé ekki meira en 10% hærra og ekki meira en 10% lægra en skráð gengi í kauphöll OMX Nordic Exchange á Íslandi hverju sinni. Heimild þessi kemur í stað heimildar til kaupa á allt að 10% hlutafjár félagsins, sem samþykkt var á aðalfundi félagsins 9. febrúar 2007. Bankastjórn er jafnframt veitt umboð til að taka allar nánari ákvarðanir um framkvæmd slíkra viðskipta. Í samræmi við lið 9 í dagskrá aðalfundar Tillögur um breytingar á samþykktum. Ályktun aðalfundar Landsbanka Íslands hf. hinn 23. apríl 2008 1. Orðalagsbreyting varðandi greiðslu arðs. Aðalfundur Landsbanka Íslands hf. samþykkir orðalagsbreytingu í 2. málsl. 4. mgr. 7. gr. samþykktanna um að arður verði greiddur þeim sem skráðir verða í hlutaskrá eftir að uppgjör viðskipta við lok aðalfundardags hefur farið fram. Eftir breytingu þessa mun 2. máls. 4. mgr. 7. gr. verða svohljóðandi: ”Arður skal greiddur þeim sem skráðir verða í hlutaskrá eftir að uppgjör viðskipta sem eiga sér stað fyrir lok aðalfundardags hefur farið fram.” Greinargerð með tillögunni: Ekki eru um efnislega breytingu á ákvæðinu að ræða heldur er verið gera skýrara orðalag ákvæðisins um að arður verði greiddur út til þeirra hluthafa sem skráðir verða í hlutaskrá aðalfundar eftir að uppgjör vegna viðskipta sem áttu sér stað fyrir lok aðalfundardags hefur framið fram hjá kauphöll. Í reglum fyrir útgefendur fjármálagerninga í kauphöll OMX Nordic Exchange á Íslandi er til þess mælst að aðilar tilgreindir í hlutaskrá félags í lok arðsréttindadags, sem er þriðji viðskiptadagur eftir aðalfundardag, eigi tilkall til arðs þar sem uppgjör vegna þeirra viðskipta á aðalfundardag fer fram þann dag. 2. Heimild til aukningar hlutafjár Aðalfundur Landsbanka Íslands hf. samþykkir að breyta 2. mgr. 4. gr. samþykkta félagsins með þeim hætti sem hér greinir: ”Bankaráði er heimilt að auka hlutafé félagsins í áföngum, um allt að kr. 1.200.000.000 að nafnverði, með áskrift nýrra hluta. Hluthafar falla frá forgangsrétti sínum skv. 34. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög til hækkunar hlutafjár skv. þessari málsgrein. Bankaráði er falið að ákveða nánari útfærslu á hækkun þessari m.t.t. verðs og greiðsluskilmála. Heimild þessi gildir til 23. apríl 2013. Bankaráði er heimilt að ákveða að áskrifendur greiði fyrir hina nýju hluti að hluta eða öllu leyti í öðru en reiðufé.” Greinargerð með tillögunni: Á aðalfundi Landsbankans þann 9. febrúar 2007 var samþykkt tillaga bankaráðs um heimild til hækkunar hlutafjár um allt að kr. 1.200.000.000 að nafnvirði með áskrift nýrra hluta. Hluti þessarar heimildar var nýttur við kaup Landsbankans á breska fyrirtækinu Bridgewell (nú Landsbanki Securites (UK)) sem gekk í gegn síðastliðið sumar. Verði fyrirliggjandi tillaga samþykkt kemur hún í staðinn fyrir og fellir úr gildi núgildandi heimild í samþykktum fyrir Landsbankann um hækkun hlutafjár um allt að kr. 1.027.923.716 að nafnvirði. Rétt þykir að bankaráð hafi sama sveigjanleika og ákveðinn var á síðasta fundi til að ákveða hækkun hlutafjár. 3. Heimild til útgáfu breytanlegra skuldabréfa Aðalfundur Landsbanka Íslands hf. samþykkir að bæta nýrri málsgrein við 4. gr. samþykktanna sem verður 6.mgr. 4. gr. og hljóðar svo: “Bankaráði er heimilt að gefa út breytanleg skuldabréf að hámarki að fjárhæð kr. 60.000.000.000 - sextíu milljarðar króna- sem hafa að geyma skilmála um að heimilt eða skylt sé að breyta slíkum skuldabréfum í hlutabréf í Landsbanka Íslands hf. Bankaráði er jafnframt heimilt að auka hlutafé félagsins um allt að kr. 1.500.000.000 - einn milljarð og fimmhundruð milljónir - að nafnvirði til að mæta skuldbindingum félagsins samkvæmt hinum breytanlegu skuldabréfum. Hluthafar falla frá forgangsrétti sínum til hinna nýju hluta skv. 34. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Hinir nýju hlutir skulu vera í sama flokki og með sömu réttindi og aðrir hlutir í félaginu. Hinir nýju hlutir veita réttindi í félaginu frá skrásetningardegi hlutafjárhækkunarinnar og engar hömlur skulu vera á viðskiptum með þá. Bankaráð skal að öðru leyti taka ákvörðun um skilmála útgáfu hinna breytanlegu skuldabréfa og um hækkun hlutafjárins og ennfremur í hvaða áföngum heimild þessi verður nýtt. Bankaráði er jafnframt heimilt að gera þær breytingar á samþykktum félagsins sem nauðsynlegar kunna að vera vegna nýtingar á breytirétti skuldabréfanna. Heimild þessi gildir til 23. apríl 2013. “ Greinargerð með tillögunni: Lántaka með breytirétti felur í sér að lánveitendur eiga rétt til að breyta skuldum í hlutabréf í Landsbankanum við ákveðnar kringumstæður og í öðrum tilfellum kann það að vera skylt eftir efni samningsins. Ljóst er því að fjármögnun með þessum hætti getur leitt til hlutafjárhækkunar síðar. Engar viðræður hafa átt sér stað við lánveitendur um lántöku af þessu tagi heldur er talið rétt að auka sveigjanleika Landsbankans til að afla sér lánsfjár síðar á innlendum sem erlendum mörkuðum. 4. Rafræn skjalasamskipti og rafpóstur Aðalfundur Landsbanka Íslands hf. samþykkir að taka upp nýja málsgrein í 11. grein samþykktanna sem verður 4. mgr. 11. gr. Hin nýja málsgrein verður svohljóðandi: ”Í samskiptum Landsbankans við hluthafa skal heimilt að nota rafræn skjalasamskipti og rafpóst við sendingar hvers kyns tilkynninga til hluthafa í stað tilkynninga á rituðum pappír. Með tilkynningum til hluthafa er meðal annars átt við tilkynningar um hlutafjáreign (hlutafjármiða), arð og hverjar aðrar tilkynningar sem bankaráð ákveður að senda til hluthafa. Ákvæði þetta skal jafnframt ná til og eru jafngild þeim ákvæðum sem kveða á um að tilkynningar til hluthafa séu lagðar fram á rituðum pappír. Upplýsingar um hvaða tilkynningar til hluthafa eru á rafrænu formi, hvar hægt er að nálgast leiðbeiningar um framkvæmd rafrænna samskipta og þann hugbúnað sem þarf að nota við rafræn samskipti skulu hluthöfum aðgengileg á heimasíðu Landsbankans og skrifstofu bankastjórnar. Bankaráði er falin nánari útfærsla á rafrænum samskiptum og rafpóstsendingum, þeim kröfum sem gerðar eru til tæknibúnaðar og á hvaða hátt hluthöfum er tilkynnt um hvaða samskipti skulu vera með rafrænum hætti.” Greinargerð með tillögunni: Í nýrri grein 80. b. í lögum nr. 2/1995 um hlutafélög, sem tók gildi 1. október 2006, er kveðið á um að hlutahafafundur geti tekið ákvörðun um noktun rafrænna skjalasamskipta og rafpósts í samskiptum milli félags og hluthafa þess í stað þess að senda eða leggja fram skjöl rituð á pappír. Gerð er tillaga um að hluthafafundur samþykki að taka ofangreinda tillögu upp í samþykktir félagsins og veita þar með heimild til rafrænna samskipta og rafpóstsendina í samskiptum við hluthafa enda ætti slíkt að vera til þess fallið að auðvelda samskipti við hluthafa. Í samræmi við lið 10 í dagskrá aðalfundar Tillaga bankaráðs um Starfskjarastefnu Landsbanka Íslands hf. lögð fram til endurstaðfestingar. Eftirfarandi starfskjarastefna sem samþykkt var á aðalfundi 2007 er hér með lögð fram til endurstaðfestingar: “Starfskjarastefna Landsbankans hér að neðan byggir á meginreglum sem gilda um góða stjórnarhætti fyrirtækja og langtímasjónarmiðum um vöxt og hámörkun arðsemi fyrir hluthafa bankans. Bankaráðsmenn fá greidda fasta þóknun fyrir störf sín. Þóknun hvers bankaráðsmanns og varamanna skal ákveðin á aðalfundi bankans og greiðast í samræmi við launagreiðslur til almennra bankastarfsmanna. Starfskjör bankaráðsmanna skulu taka mið af þeirri ábyrgð sem starfinu fylgir, því flókna umhverfi sem Landsbankinn starfar nú í, þeim kjörum sem almennt gerast um slík störf á fjármálamarkaði í þeim löndum sem bankinn hefur starfsemi í og því vinnuframlagi sem þörf er á starfsins vegna. Bankaráðsmenn sem sitja í Endurskoðunarnefnd og Kjaranefnd skulu fá greidda fasta þóknun fyrir störf sín. Á aðalfundi skulu bornar upp til samþykkis tillögur um launakjör bankaráðs og nefnda þess fyrir komandi rekstrarár. Starfskjör bankastjóra Landsbankans byggjast á ráðningarsamningum. Taka starfskjörin m.a. mið af ábyrgð og eðli starfans í ljósi stærðar og umsvifa bankans, þeim starfskjörum sem almennt gerast á fjármálamörkuðum í þeim löndum sem bankinn hefur starfsemi í og þeim rekstrarárangri sem bankinn nær. Starfskjör bankastjóra geta verði samansett af föstum launum, árangurstengdum greiðslum í reiðufé og hlutabréfum, valréttum, skuldabréfum með breytirétti, lífeyrisréttindum og eftirlaunaréttindum. Á aðalfundi bankans skulu hluthafar upplýstir um heildarfjárhæð greiddra launa til bankaráðsmanna og bankastjóra á liðnu starfsári; föst laun, fjárhæð árangurstengdra launa, greiðslur í formi hlutabréfa, valrétta, forkaupsréttar, greiðslur frá öðrum félögum í samstæðu bankans og starfslokagreiðslur til þeirra sem látið hafa af störfum á starfsárinu.” Í skýringum nr. 35 og 36 í ársreiknigi er gerð ítarleg grein fyrir framkvæmd starfskjarastefnunnar og er hluthöfum bent á að kynna sér þessar skýringar. Greinargerð með tillögunni: Starfskjarastefna Landsbankans sem samþykkt var á aðalfundi Landsbankans þann 9. febrúar 2007 í samræmi við 79.gr.a í lögum nr. 2/1995 um hlutafélög, þykir hafa gefið góða raun og er nú lögð fram til endurstaðfestingar á aðalfundi Landsbankans 2008. Starfskjarastefnan er leiðbeinandi fyrir bankaráð um efni hennar nema þar sem lög mæla fyrir á annan veg. Í samræmi við lið 11 í dagskrá aðalfundar Tillaga um framlag í sjóðinn fyrir árið 2008 og breytta skipulagsskrá Menningarsjóðs Landsbanka Íslands hf. Ályktun aðalfundar Landsbanka Íslands hf. hinn 23. apríl 2008 Aðalfundur Landsbanka Íslands hf. samþykkir að framlag í Menningarsjóð Landsbankans verði kr. 100.000.000.- á árinu 2008. Aðalfundur Landsbanka Íslands hf. samþykkir tillögur bankaráðs um breytta skipulagsskrá fyrir Menningarsjóð Landsbankans, sbr. 8. grein núverandi skipulagsskrár. Tillögur bankaráðs koma fram í fylgiskjali þar sem færðar hafa verið inn breytingar sem lagt er til að nái fram að ganga, sbr. einnig lýsingu í greinargerð hér að neðan. Greinargerð með tillögunni Landsbankinn hefur um árabil verið dyggur styrktaraðili mannúðar-, mennta-, menninga- og íþrótta- og æskulýðsmála. Tillaga að breyttri skipulagsskrá Menningarsjóðs felur í sér að starfsemi sjóðsins er efld enn frekar frá því sem nú. Auk eflingar Menningarsjóðs er áfram gert ráð fyrir að bankastjórn geti veitt fjárframlögum til verðugra málefna eða tiltekinna samvinnu- og stuðningsverkefna til viðbótar við úthlutanir Menningarsjóðs. Eftirfarandi eru helstu tillögur til breytingar á skipulagsskrá Menningarsjóðs: • Aðalfundur Landsbankans ákveði framlög í Menningarsjóð (2. grein) o Tillaga er gerð um að aðalfundur Landsbankans samþykki árlega, að tillögu bankaráðs, fjárframlag í sjóðinn. Meginbreytingin verður sú að í stað þess að bankaráð ákveði framlög Landsbankans í sjóðinn tekur aðalfundur þá ákvörðun þar sem slíkt verður að teljast í betra samræmi við það að hluthafar sem fara með æðsta vald í málefnum félagsins taki ákvörðun um að slík framlög. • Styrkir til íþrótta- og æskulýðsmála (3. grein) o Tillaga er gerð um að markmið sjóðsins verði auk stuðnings og styrkja til mannúðar-, mennta- og menningarmála styrkir til íþrótta- og æskulýðsmála. • Stjórnarmenn í stjórn Menningarsjóðs verði fimm í stað fjögurra (4. grein) o Gerð er tillaga um að stjórn sjóðsins verði skipuð þremur bankaráðsmönnum í stað tveggja auk annars bankastjóra og formanni Félags starfsmanna Landsbankans. • Stjórn sé heimilt að tilnefna ritara Menningarsjóðs (4. grein) o Tillaga er gerð um að stjórn sé heimilt að tilnefna ritara Menningarsjóðs til þess að annast undirbúning funda, úrvinnslu styrkumsókna og annað sem snýr að styrkveitingum. Gert er ráð fyrir að ritari Menningarsjóðs sé starfsmaður þeirrar deildar innan Landsbankans sem hefur umsjón með styrkveitingum. • Sérstakar undirnefndir stjórnar - heimild til tilnefningar fagaðila utan Landsbankans til setu í slíkum undirnefndum (5. grein). Núgildandi 5. gr. sett í 7.gr. o Gerð er tillaga um nýja grein 5 í skipulagsskránni um að stjórn Menningarsjóðs verði heimilt að tilnefna sérstakar undirnefndir stjórnar sem falið yrði að fjalla um ákveðna flokka styrkveitinga. o Gert er ráð fyrir að í starfsreglum sem stjórn Menningarsjóðs setur sér yrðu settar nánari reglur um hvaða undirnefndir þetta séu og fyrirkomulag þeirra. o Heimilt verði að tilnefna fagaðila utan Landsbankans til setu í slíkum undirnefndum. o Undirnefndum skuli heimilt að afgreiða styrki úr Menningarsjóði utan hefðbundinna úthlutana Menningarsjóðs. • Núgildandi 6. gr. sett undir 2. gr. þar sem fjallað er um framlag í sjóðinn og tekjur hans. • Núverandi 7. grein verður 6. grein. - Úthlutanir úr Menningarsjóði - Starfsreglur o Gerð er tillaga um að úthlutað sé úr Menningarsjóði að jafnaði einu sinni á ári. o Stjórn Menningarsjóðs skuli setja sér starfsreglur sem stuðst skal við þegar ákvarðanir um úthlutanir úr sjóðnum eru teknar og um annað sem snýr að starfsemi sjóðsins. Í samræmi við lið 12 í dagskrá aðalfundar Tillaga um þóknun bankaráðsmanna: Ályktun aðalfundar Landsbanka Íslands hf. hinn 23. apríl 2008. Þóknun bankaráðsmanna Þóknun hvers bankaráðsmanns fyrir tímabilið frá aðalfundi 2008 til aðalfundar 2009 skal vera kr. 350.000,- á mánuði, greitt í samræmi við launagreiðslur til bankamanna. Þóknun bankaráðsformanns skal vera þreföld hærri en þóknun bankaráðsmanns og þóknun varaformanns skal vera tvöfallt hærri en þóknun bankaráðsmanns. Þóknun til varamanna skal vera kr 100.000,- fyrir hvern setinn fund. Þar að auki verði þeim bankaráðsmönnum sem sitja í endurskoðunarnefnd og kjaranefnd bankaráðs greiddar kr. 150.000,- á mánuði fyrir setu í hverri nefnd en þóknun formanns hverrar nefndar verði þreföld sú fjárhæð. Greinargerð með tillögunni: Gerð er tillaga um óbreytta tilhögun á greiðslu þóknunar til bankaráðsmanna. Í samræmi við lið 11 í dagskrá aðalfundar FYLGISKJAL TILLAGA BANKARÁÐS UM BREYTTA SKIPULAGSSKRÁ FYRIR MENNINGARSJÓÐ LANDSBANKA ÍSLAND HF. 1. grein Sjóðurinn heitir Menningarsjóður Landsbanka Íslands hf. Heimili og varnarþing sjóðsins er í Reykjavík. Sjóðurinn er stofnaður á fundi bankaráðs Landsbanka Íslands hf. þann 6. mars 1998. 2. grein Stofnfé sjóðsins er ákveðið af bankaráði kr. 5.000.000.- fimm milljónir króna - Stofnfé er lagt fram af Landsbanka Íslands hf. [Aðalfundur Landsbankans skal árlega, að tillögu bankaráðs, samþykkja fjárframlag sem veitt skal í sjóðinn og sjóðurinn skal hafa til ráðstöfunar á komandi starfsári. Tekjur sjóðsins skulu auk þess vera vaxtatekjur og framlög frá dótturfélögum Landsbankans.] Þá er sjóðnum heimilt að taka við framlögum frá öðrum. 3. grein Markmið sjóðsins er að veita stuðning og styrkja með fjárframlögum verðug mannúðar-, mennta-, menningar- [og íþrótta- og æskulýðsmál.] Stefnt skal að því að hafa styrkveitingar sem fjölbreyttastar og tryggja dreifingu þeirra til sem flestra menningargreina. 4. grein Í stjórn sjóðsins skulu árlega valdir [fimm fulltrúar] af bankaráði Landsbankans. Stjórnin skal skipuð þremur bankaráðsmönnum, einum bankastjóra og formanni Félags starfsmanna Landsbankans. [Stjórn sjóðsins er heimilt að tilnefna ritara Menningarsjóðs sem annast m.a. undirbúning funda sjóðsins.] 5. grein [Núgildandi 5.gr. sett í 7.gr.] [Stjórn sjóðsins skal heimilt að tilnefna sérstakar undirnefndir stjórnar til þess að fjalla um ákveðna flokka styrkveitinga. Í starfsreglum sem stjórn Menningarsjóðs setur sér skal nánar tilgreint hverjar þessar undirnefndir eru og hvaða styrkveitingar falli þar undir. Sæti í undirnefndum skulu eiga fulltrúar úr stjórn Menningarsjóðs auk þess sem heimilt er að tilnefna fagaðila utan Landsbankans til setu í undirnefndum. Undirnefndum skal heimilt að afgreiða styrki úr Menningarsjóði utan reglulegra úthlutana úr Menningarsjóði, sbr. 1. mgr. 6. gr.] 6. grein [Var áður 7. gr., núgildandi 6. gr. sett í 2. gr.] Stjórnin ráðstafar (úthlutar) fé sjóðsins og ákveður að eigin frumkvæði eða samkvæmt umsóknum að jafnaði [einu sinni á ári.] [Stjórn Menningarsjóðs skal setja sér starfsreglur sem styðjast skal við þegar ákvarðanir um úthlutanir úr sjóðnum eru teknar.] 7. grein [var 5.gr.] Reikningsár sjóðsins er almanaksárið. Ársreikningur sjóðsins skal endurskoðaður af löggiltum endurskoðendum Landsbanka Íslands hf. og birtur með ársreikningi bankans. 8. grein Skipulagsskrá þessi var lögð fyrir aðalfund Landsbanka Íslands hf. þann 6. mars 1998 og samþykkti aðalfundur hana fyrir sitt leyti. Aðeins aðalfundur Landsbanka Íslands hf. getur tekið ákvörðun um breytingar á skipulagsskrá þessari eða lagt sjóðinn niður. Verði sjóðurinn lagður niður ráðstafar aðalfundur eignum hans til þeirra verkefna sem sjóðnum er ætlað að styrkja. [Breytingar samþykktar á aðalfundi Landsbanka Íslands hf. þann 23. apríl 2008.] 9. grein Leita skal staðfestingar dómsmálaráðherra á skipulagsskrá þessari. Reykjavík, 23. apríl 2008
Leiðréttin: - Dagskrá og tillögur aðalfundar 23. apríl 2008 - Frétt birt 2008-04-11 19:27:19 CEST
| Quelle: Landsbanki Íslands hf.