Kynning á afkomu Straums á fyrsta ársfjórðungi 2008



Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hf. ("Straumur") birtir uppgjör
fyrsta ársfjórðungs 2008 miðvikudaginn 30. apríl. Kynningarfundur
verður haldinn sama dag á Hilton Reykjavík Nordica að Suðurlandsbraut
2. Forstjóri Straums, William Fall, og fjármálastjóri Straums,
Stephen Jack, kynna uppgjörið og svara spurningum. Fundurinn fer fram
á ensku.
 
Fundurinn hefst klukkan 12:00 en boðið verður upp á léttan
hádegisverð frá 11:30.
 
Dagskrá:
 
11:30 Húsið opnar og boðið upp á léttan hádegisverð
12:00 William Fall forstjóri og Stephen Jack fjármálastjóri kynna
uppgjörið og svara spurningum úr sal
13:15 Fundarlok
 
Fundarstjóri er Georg Andersen, forstöðumaður fjárfestatengsla.
 
Hægt verður að nálgast kynningarefni sem birt verður á fundinum á vef
Straums, www.straumur.com, að fundinum loknum.
 
Fundurinn verður sendur út beint á netinu á slóðinni
www.straumur.com/webcast. Einnig verður hægt að horfa á upptökuna
eftir fundinn.
Nánari upplýsingar veitir:
 
Georg Andersen
Forstöðumaður fjárfestatengsla
sími: 585 6707
farsími: 858 6707