Yfirlýsing frá Bakkavör Group vegna vöruinnköllunar í Bretlandi


Bakkavör Group hefur innkallað tvær tegundir af hummus-ídýfum (e. houmous) í
varúðarskyni í Bretlandi, eftir að salmonella fannst í sýni við reglubundið
innra eftirlit. 

Mikil áhersla er lögð á öryggis- og gæðamál hjá félaginu og átti Bakkavör
frumkvæðið að innkölluninni, en hún er umfangslítil. Um er að ræða einangrað
tilvik sem mun ekki hafa áhrif á framleiðslu félagsins á hummus-ídýfum né öðrum
vörum sem félagið framleiðir fyrir viðkomandi viðskiptavini. 

Bakkavör Group er stærsti framleiðandi ferskra tilbúinna matvæla í Bretlandi og
hefur umfang félagsins vaxið gríðarlega undanfarin ár. Félagið framleiðir til
að mynda yfir 6.000 vörur á hverjum degi, er með starfsemi í 9 löndum og 20.000
starfsmenn. Engar vörur frá Bakkavör eru seldar á Íslandi.