Afkoma Bakkavör Group á fyrsta ársfjórðungi 2008


Afkomutilkynning
Reykjavík, 28. apríl 2008


Afkoma Bakkavör Group á fyrsta ársfjórðungi 2008:

Rekstrarhagnaður 2,4 milljarðar króna 

•	Velta 57,6 ma.kr. (377,3 m.punda), 8% aukning
•	Góð sala á meginlandi Evrópu,  5,6 ma.kr. (36,6 m.punda), 9% aukning á föstu
gengi 
•	Söluaukning í Asíu 28% 
•	EBITDA 4,0 ma.kr. (26,3 m.punda), 25% lækkun
•	EBITDA hlutfall 7,0%
•	Rekstrarhagnaður (EBIT) 2,4 ma.kr. (16,0 m.punda), 37% lækkun
•	Handbært fé frá rekstri fyrir skatta og vexti 977 m.kr. (6,4 m.punda)
•	Hagnaður hluthafa 107 m.kr. (0,7 m.punda) án áhrifa virðisbreytingar
skiptasamnings 
•	Arðsemi eigin fjár 1,1% án áhrifa virðisbreytingar skiptasamnings, samanborið
við 16,2% 
•	Hagnaður á hlut 0.02 pens án áhrifa virðisbreytingar skiptasamnings
•	Félagið styrkti starfsemi sína á alþjóðavettvangi með kaupum á þremur
fyrirtækjum á tímabilinu - í Kína, Hong Kong og Bandaríkjunum 
•	Kaup á tveimur fyrirtækjum til viðbótar í apríl - á Ítalíu og í Hong Kong
•	Í dag tilkynnti félagið að það hafi gert skiptasamning (e. Contract for
Difference) um 10,9% hluti í Greencore Group PLC 
•	Arðgreiðsla 15. apríl vegna ársins 2007 sem nam 55% af útgefnu hlutafé

Ágúst Guðmundsson, forstjóri:

„Niðurstöður fyrsta ársfjórðungs eru vonbrigði. Erfiðar aðstæður á mörkuðum
höfðu mikil áhrif á afkomu félagsins, svo sem áframhaldandi verðhækkanir á
hráefni, ásamt umtalsverðri lækkun á gengi breska pundsins gagnvart evru.
Einnig hafði hagræðing í framleiðslu félagsins á tilbúnum réttum, sem hafin var
á síðasta ári, mikil áhrif á afkomu og sölu í Bretlandi. Hins vegar teljum við
að félagið muni njóta ávinnings af þessum breytingum þegar til lengri tíma er
litið. Þá er talið að  óvissa vegna núverandi efnahagsástands hafi einnig haft
áhrif á sölu á ferskri tilbúinni matvöru í Bretlandi. Við gerum ráð fyrir að
viðskiptaumhverfið verði áfram krefjandi, en reiknum jafnframt með að sala
félagsins muni taka við sér að nýju á síðari hluta 2008. Sala og afkoma
félagsins á meginlandi Evrópu og í Asíu var áfram góð og við sjáum veruleg
vaxtartækifæri utan Bretlands í framtíðinni og einbeitum okkur að því að
styrkja stöðu félagsins á meginlandi Evrópu, í Asíu og Bandaríkjunum. Það sem
af er þessu ári höfum við keypt fimm fyrirtæki utan Bretlands, í Kína, Hong
Kong, Bandaríkjunum og á Ítalíu. Ennfremur tilkynntum við í dag um að félagið
hafi gert skiptasamning um 10.9% hlut í Greencore Group en við álítum að þessi
samningur falli vel að stefnu Bakkavarar og endurspegli trú okkar á markaðnum
fyrir fersk tilbúin matvæli. 

Langtímahorfur félagsins eru mjög góðar. Undirstöður rekstrar Bakkavarar eru
traustar og markaðsstaða góð á öllum þeim mörkuðum sem félagið starfar.
Bakkavör Group er því vel í stakk búið til að takast á við krefjandi aðstæður
og einbeita sér að frekari vexti á alþjóðavettvangi.“ 



Frekari upplýsingar veitir:

Ásdís Pétursdóttir, fjárfestatengsl
Sími: 858 9715

 

Um Bakkavör Group 

Bakkavör Group er leiðandi alþjóðlegt matvælafyrirtæki sem sérhæfir sig í
framleiðslu ferskra tilbúinna matvæla. Bakkavör Group rekur nú 63 verksmiðjur
og er með yfir 20 þúsund starfsmenn í 10 löndum. Höfuðstöðvar félagsins eru í
Reykjavík og er félagið skráð á OMX Nordic Exchange á Íslandi. (Auðkenni BAKK). 

Bakkavör Group var stofnað árið 1986 og hefur starfsemi félagsins vaxið
verulega á síðastliðnum 20 árum. Í dag er félagið leiðandi í framleiðslu á
ferskum tilbúnum matvælum á alþjóðavísu. Félagið hefur leiðandi markaðstöðu í
Bretlandi í lykilvöruflokkum sínum og framleiðir yfir 6.000 vörutegundir í 18
vöruflokkum. Vörur félagsins eru seldar undir vörumerkjum stórmarkaðanna.
Meginhluti starfseminnar fer fram í Bretlandi en auk þess er félagið með
starfsemi í Frakklandi, Belgíu, Spáni, Tékklandi, Suður-Afríku, Kína,
Bandaríkjunum, á Ítalíu og á Íslandi. 

Skráning á póstlista Bakkavör Group: investor.relations@bakkavor.com

Anhänge

q1-08 statements.pdf bakk q1 2008 frettatilkynning.pdf