Kaupþing banki hf. ("Kaupþing") og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hf. ("SPRON") hafa ákveðið að taka upp viðræður um mögulega sameiningu félaganna. Gert er ráð fyrir að viðræðunum verði lokið á um 4 vikum. Sameining félaganna er háð samþykki hluthafafundar SPRON, stjórnar Kaupþings, Fjármálaeftirlitsins, Samkeppniseftirlitsins og lánveitenda félaganna. Nánari upplýsingar veitir Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, í síma 444-6121.
- Kaupþing og SPRON hefja sameiningarviðræður
| Quelle: Kaupþing banki hf.