- Kaupþing og SPRON hefja sameiningarviðræður



Kaupþing banki hf. ("Kaupþing") og Sparisjóður Reykjavíkur og
nágrennis hf. ("SPRON") hafa ákveðið að taka upp viðræður um mögulega
sameiningu félaganna. Gert er ráð fyrir að viðræðunum verði lokið á
um 4 vikum.
 
Sameining félaganna er háð samþykki hluthafafundar SPRON, stjórnar
Kaupþings, Fjármálaeftirlitsins, Samkeppniseftirlitsins og
lánveitenda félaganna.
 
Nánari upplýsingar veitir Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á
Íslandi, í síma 444-6121.