Kaupþing banki hf. (“Kaupþing”) og SPRON hf.(“SPRON”) hafa ákveðið að taka upp viðræður um mögulega sameiningu félaganna. Gert er ráð fyrir að viðræðunum verði lokið á um 4 vikum. Sameining félaganna er háð samþykki hluthafafundar SPRON, stjórnar Kaupþings, Fjármálaeftirlitsins, Samkeppniseftirlitsins og lánveitenda félaganna. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, í síma 550-1213.