Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch hefur í dag lækkað lánshæfiseinkunnir Kaupþings banka hf. Langtíma einkunn bankans var lækkuð um eitt þrep úr A í A- og skammtímaeinkunn úr F1 í F2. Óháð einkunn B/C, stuðningseinkunn 2 og stuðningeinkunnargólf BBB eru óbreyttar. Horfur fyrir langtímaeinkunn eru neikvæðar. Fitch segir m.a. í tilkynningu sinni: "Lánshæfismat Kaupþings, sem er stutt af landfræðilegri áhættudreifingu í starfsemi bankans ásamt góðum árangri í að fella erlend dótturfélög að starfsemi hans, tekur einnig mið af væntingum um verri horfur á helstu mörkuðum bankans það er á Íslandi og Bretlandi. Sterk lausafjárstaða bankans og opnun innlánareikninga í fjölmörgum löndum styðja við áhættudreifingu í fjármögnun hans." Nánari upplýsingar Nánari upplýsingar veita Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fjárstýringar, í síma 444 6126 og Jónas Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Samskiptasviðs, í síma 444 6112.
- Fitch lækkar lánshæfiseinkunn Kaupþings banka í A-
| Quelle: Kaupþing banki hf.