Reykjavík, 16. maí 2008 - FL Group (OMX: FL) tilkynnir um breytingar á framkvæmdastjórn félagsins. Samkomulag er um að Benedikt Gíslason, framkvæmdastjóri Markaðsviðskipta,láti af störfum hjá félaginu. Benedikt hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Straumi-Burðarás fjárfestingabanka. Sú starfsemi sem áður heyrði undir Markaðsviðskipti FL Group munu eftirleiðis heyra undir forstjóra félagsins. Í framkvæmdastjórn FL Group sitja nú Jón Sigurðsson forstjóri, Viðar Þorkelsson fjármálastjóri, Örvar Kærnested framkvæmdastjóri Private Equity og Bernhard Bogason framkvæmdastjóri lögfræðisviðs. Nánari upplýsingar veitir: Júlíus Þorfinnsson Forstöðumaður samskiptasviðs julius@flgroup.is s. 591 4400