Landic Property selur Keops Development til Stones Invest


Fasteignafélagið Landic Property hf hefur selt Keops Development til danska
fjárfestingarfélagsins Stones Invest.  Keops Development er
byggingarþróunardeild sem fylgdi með Fasteignafélaginu Keops A/S sem Landic
Property yfirtók síðastliðið haust.  Þá þegar gáfu forráðamenn Landic Property
yfirlýsingu um að Keops Development yrði selt, enda samrýmdist starfsemi þess
ekki hefðbundnum rekstri á fasteignafélagi.  Unnið hefur verið að því síðan og
samningar um söluna hafa verið undirritaðir í Danmörku. 

Skarphéðinn Berg Steinarsson forstjóri Landic Property segir:  „Því var lýst
yfir þegar yfirtakan á Keops var kynnt í september 2007, að starfsemi Keops
Development samræmdist ekki okkar viðskiptahugmyndum og kjarnastarfsemi
fasteignafélags um að verða stærsta fasteignafélag á Norðurlöndunum.  Strax við
yfirtökuna á Keops var því lýst yfir að Keops Development yrði selt. Nú kemur
að rekstri Keops Development öflugur fjárfestir, Stones Invest, sem við trúum
að muni efla starfsemi Keops Development á komandi árum.“ 

Steen Gude forstjóri Stones Invest segir:  „Keops Development fellur mjög vel
að starfsemi Stones Industry deildarinnar okkar.  Keops Development er
framsækið og sterkt í byggingarstarfsemi, og er þegar með mörg spennandi
verkefni í gangi á því sviði.  Þekking Keops Development og verkefni þess er
frábær viðbót við okkar kjarnastarfsemi.“ 

Hið þekkta þróunarverkefni „Lighthouse byggingarsvæðið“ á hafnarsvæðinu í
Árósum er undanskilið í sölunni og mun Landic Property áfram taka þátt í því. 
Núverandi yfirmaður Keops Development, Preben Thomsen, mun áfram leiða þátttöku
Landic í þessu fjölþjóðlega verkefni. 

Ákveðið hefur verið að skilmálar samningsins verði ekki gefnir upp en
samningurinn verður endanlega staðfestur að lokinni áreiðanleikakönnunar þann
10. júní, 2008. 

Ef misræmi er á milli tilkynninga gildir enska útgáfan.

Nánari upplýsingar veita:
Fyrir fjölmiðla:
Páll Benediktsson forstöðumaður Samskiptasviðs.
Netfang:  PABE@landicproperty.com
Farsími:  +354 895 6066 
Fyrir fjárfesta:
Guðrún Ögmundsdóttir
Netfang:  gog@landicproperty.com
Farsími:  +354 860 7772