Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hefur staðfest lánshæfismatseinkunn langtímaskuldbindinga Kaupþings banka sem A1, einkunnir vegna innlendra og erlendra skammtímaskuldbindinga bankans sem P-1 og einkunn fyrir fjárhagslegan styrk sem C-. Horfur eru stöðugar. Staðfesting Moody's fylgir í kjölfar endurmats á lánshæfi ríkissjóðs í Aa1 úr Aaa. Nánari upplýsingar Nánari upplýsingar veita Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fjárstýringar, í síma 444 6126 og Jónas Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Samskiptasviðs, í síma 444 6112.
Moody's staðfestir lánshæfismatseinkunn Kaupþings banka
| Quelle: Kaupþing banki hf.