Stjórn Bakkavör Group hf. hefur samþykkt valkvæða kaupréttaráætlun Bakkavör Group 2008 (e. the Bakkavör 2008 Share Option Plan) sem tekur gildi í dag, 23. maí 2008. Samkvæmt áætluninni, hefur stjórn Bakkavör Group hf. í dag veitt lykilstarfsmönnum félagsins kauprétt að alls 41,694,568 almennum hlutum í Bakkavör Group hf. á innlausnargenginu 36 kr. á hlut. Innlausnargengi samkvæmt áætluninni er skráð markaðsverð hluta í Bakkavör Group hf. við lokun markaða þann 22. maí 2008. Nýting kaupréttar er heimil þegar hann hefur áunnist en kaupréttur ávinnst á þremur árum frá því hann er veittur og er innleysanlegur innan tveggja ára, eða frá 23. maí 2011 til 22. maí 2013. Kaupréttur fellur úr gildi fimm árum frá veitingu, eða þann 23. maí 2013. Skilyrði fyrir nýtingu kaupréttar er að kaupréttarhafi hafi verið starfsmaður Bakkavör Group hf. á þriggja ára tímabilinu sem kauprétturinn ávinnst.