- Nafni félagsins breytt í Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf.


Á hluthafafundi í Smáralind ehf. þann 4. júní 2008 var samþykkt að breyta nafni
félagsins í Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf. 

Í tengslum við nafnbreytinguna hefur daglegur rekstur verslunarmiðstöðvarinnar
Smáralindar verið fluttur til dótturfélags Eignarhaldsfélagsins Smáralindar
ehf. Ber dótturfélagið nú nafnið Smáralind ehf. Eignarhaldsfélagið Smáralind
ehf. er eftir sem áður eigandi verslunarmiðstöðvarinnar og aðili að öllum
leigusamningum sem henni tengjast. Hefur yfirfærslan ekki áhrif á réttindi
lánardrottna eða greiðslugetu Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. 

Meðfylgjandi tilkynningu þessari eru breyttar samþykktir Eignarhaldsfélagsins
Smáralindar ehf. 

Nánari upplýsingar veitir 
Helgi Marinó Magnússon
sími 528 8000

Anhänge

eignarhaldsfelagi smaralind ehf _samykktir 4 6 2008.pdf