Breytingar á birtingadagatali Reykjavik 27. júní 2008 Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á birtingadagatali Glitnis hf. Glitnir mun birta árshlutauppgjör skv. eftirfarandi: Árshlutareikningur 2. ársfjórðungur, 1. ágúst 2008 Árshlutareikningur 3. ársfjórðungur, 4. nóvember 2008 Árshlutareikningur 4. ársfjórðungur, 11. febrúar 2009 Nánari upplýsingar: Már Másson, Forstöðumaður samskiptasviðs, farsími: +354 844 4990, mar.masson@glitnir.is Um Glitni banka hf. Glitnir er norrænn banki með höfuðstöðvar á Íslandi og starfsemi í 10 löndum. Bankinn býður víðtæka fjármálaþjónustu á megin stærstu mörkuðum sínum, Íslandi og Noregi, það er fyrirtækjalánastarfsemi og ráðgjöf, markaðsviðskipti, eignastýringu og viðskiptabankaþjónustu. Utan heimamarkaða sinna er Glitnir með starfsemi í Finnlandi, Svíþjóð, Bretlandi, Lúxemborg, Bandaríkjunum, Kanada, Kína og Rússlandi. Auk þess er fyrirhugað að opna skrifstofu á Indlandi á seinni hluta ársins 2008. Alþjóðleg starfsemi Glitnis er ekki síst studd af markaðssyllum bankans, sjávarútvegi og endurnýjanlegri orku. Sérfræðiþekking Glitnis á þessum sviðum byggir á þekkingu og reynslu sem bankinn hefur aflað sér í gegnum tíðina á sínum heimamörkuðum. Glitnir er skráður í NASDAQ OMX kauphöllinni undir auðkenninu: GLB.
Tilkynning til Kauphallar OMX Nordic Exchange frá Glitni hf.
| Quelle: Glitnir banki hf.