Kaupþing banki hf. birtir afkomu annars ársfjórðungs 2008 fimmtudaginn 31. júlí fyrir opnun markaða. Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður haldinn í Reykjavík 31. júlí í höfuðstöðvum Kaupþings, Borgartúni 19, og hefst hann kl. 08.30. Þar mun Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, kynna afkomu bankans og svara spurningum. Kynningin verður á ensku. Sýnt verður beint frá fundinum á netinu á slóðinni www.kaupthing.com/ir og einnig verður hægt að fylgjast með honum í síma: Bretland + 44 203 043 24 36, Bandaríkin +1 866 458 40 87 og Svíþjóð +46 8 505 598 53. Kynningarefni og upptöku af kynningarfundi verður hægt að nálgast á heimasíðu bankans, www.kaupthing.com, að loknum fundi. Kynningarfundur í Lundúnum Hreiðar Már Sigurðsson kynnir afkomu bankans í Lundúnum 31. júlí, kl. 16.00 að staðartíma. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Kaupthing Singer & Friedlander að Hanover Street 1, London W1S 1AX. Vinsamlega hafið samband við Fríðu Filipinu Fatalla í Fjárfestatengslum í síma 444-6192 til að fá nánari upplýsingar eða sendið póst á netfangið ir@kaupthing.com.
- Kynningarfundur vegna afkomu Kaupþings banka á öðrum ársfjórðungi
| Quelle: Kaupþing banki hf.