- Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila


SPRON hf. mun birta afkomu sína fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2008
miðvikudaginn 30. júlí eftir lokun markaða. 

Kynningarfundur verður haldinn fyrir hluthafa og markaðsaðila þann 30. júlí kl.
17:00 á Hilton Reykjavík Nordica Hótel, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík. Á
fundinum gerir Guðmundur Hauksson forstjóri og Valgeir M. Baldursson
framkvæmdastjóri fjárhagsviðs grein fyrir afkomu félagsins og svara
fyrirspurnum. 

Fundinum verður varpað á netinu og verður hægt að horfa á fundinn beint á
vefsíðu félagsins www.spron.is.  Hægt er að senda fyrirspurnir á fundinn með
því að senda tölvupóst á fjarfestatengsl@spron.is  Kynningarefni vegna
fundarins verður aðgengilegt að fundinum loknum á heimasíðu SPRON, www.spron.is
og á vef Nasdaq OMX á Íslandi www.omxnordicexchange.com. 

Frekari upplýsingar má nálgast hjá Soffíu Sigurgeirsdóttur forstöðumanni
fjárfestatengsla í síma 550 1246 eða með því að senda tölvupóst á
fjarfestatengsl@spron.is