55 milljónir bréfa aftur í eigu Eimskips Hf. Eimskipafélag Íslands hefur gert samkomulag við tvo af fyrrum eigendum Innovate í Bretlandi, þá Stephen Savage og Stephen Dargavel. Samkomulagið er gert í kjölfar skoðunar stjórnar Eimskips á kaupum á Innovate og hafa fyrrnefndir aðilar samþykkt að skila 55.406.354 hlutum í Eimskip, sem gefnir voru út vegna kaupa á hlutafé í Innovate í júní 2007. Verðmæti bréfanna í þeim viðskiptum var um 2,5 milljarðar króna. Miðað við lokagengi hlutabréfa Eimskips þann 29. júlí var markaðsvirði bréfanna um 792 milljónir króna. Eigin bréf Eimskips eru nú 159.878.087 hlutir. Eimskip hefur átt í viðræðum við Peter Osborne og búist er við að þær haldi áfram, en hann er eigandi að 27.703.177 bréfa í Eimskip, sem hann fékk afhent við kaup Eimskips í Innovate í júní 2007. Upplýsingar veitir: Halldór Kristmannsson Framkvæmdastjóri Samskiptasviðs Sími: 525 7000 / 825 7221 Póstfang: halldor@eimskip.is