Hagnaður samstæðu eftir skatta 15,4 milljarðar á fyrri helmingi ársins Hagnaður færður yfir eigið fé 40 milljarðar króna fyrir skatta Sterk lausafjárstaða 8,1 milljarður evra HELSTU NIÐURSTÖÐUR * Hagnaður eftir skatta á 2. ársfjórðungi nam 7,6 milljörðum króna, aukning um 29,3% frá 1. ársfjórðungi 2008 * Arðsemi eigin fjár 17,0% á ársgrundvelli samanborið við 15% á fyrri ársfjórðungi * Hreinar rekstrartekjur hafa aldrei verið hærri, eða 26,9 milljarðar króna og jukust um 5% frá síðasta ársfjórðungi sem þá var metfjórðungur í þessu tilliti * Hreinar vaxtatekjur á 2. ársfjórðungi voru 17,8 milljarðar og jukust um 29% frá fyrra ársfjórðungi * Þóknanatekjur áfram sterkar og voru 9,3 milljarðar nú og drógust saman um 12,7% frá 1. ársfjórðungi * Gjöld námu 14,8 milljörðum króna sem er 7,2% hækkun frá 1. ársfjórðungi 2008 * Samdráttur var á lánasafni bankans, leiðrétt fyrir gengi og verðbólgu, upp á 2% á 2. ársfjórðungi * Lausafjárstaða hefur haldist traust og nam 8,1 milljarði evra í lok annars ársfjórðungs * Eiginfjárhlutfall á CAD grunni helst sterkt og var 11,2%, þar af var A-hlutfall 8,0% TÍÐINDI AF TÍMABILINU * Tekjur af kjarnastarfsemi voru traustar, hafa aukist um 10% að meðaltali á hverjum ársfjórðungi (CQGR) frá 2. ársfjórðungi 2007 * Hagnaður af kjarnastarfsemi fyrir skatta[1] jókst um 19,9% milli ársfjórðunga * Hlutfall kostnaðar af tekjum hækkaði lítillega og var 55% samanborið við 54% á fyrsta ársfjórðungi * Góð afkoma var á markaðsviðskiptum og fyrirtækja- og fjárfestingabankasviðum á fyrri helmingi ársins * 40% ráðgjafatekna á fyrstu sex mánuðum ársins voru tengdar markaðssyllum. Verkefnastaða á syllum góð horft fram á veginn * Í júní var kynnt ný alþjóðleg sparnaðarleið, Save&Save, í Noregi og á Íslandi. Glitnir mun kynna þessa vöru á fleiri markaðssvæðum á næstu misserum * Vel heppnuð útgáfa sérvarins skuldabréfs í Noregi að andvirði 900 m. evra Lárus Welding, forstjóri Glitnis: "Ég er afar sáttur við afkomu Glitnis á öðrum ársfjórðungi. Tekjur og hagnaður af kjarnastarfsemi jukust um tæplega 20% annan fjórðunginn í röð. Bankinn hefur með skýrri stefnumörkun og skipulögðum aðgerðum sýnt mikinn styrk við erfiðar aðstæður á alþjóðlegum fjármálamörkuðum á þessu ári. Við höfum stöðugt verið að bæta kjarnaafkomu bankans auk þess sem hagrætt hefur verið í rekstri. Við gerum ráð fyrir að þær aðgerðir fari að skila sér á seinni hluta þessa árs. Við höfum aflað um 2,4 milljarða evra í fjármögnun á fyrstu sex mánuðum ársins. Þá hefur bankinn endurgreitt andvirði 2,1 milljarða evra sem voru á gjalddaga á árinu. Þrátt fyrir þetta og mikla veikingu krónunnar hefur eiginfjárhlutfall bankans (CAD) hækkað frá því á síðasta ársfjórðungi en það stendur nú í 11,2%. Okkur hefur einnig tekist að minnka efnahagsreikning bankans frá fyrsta ársfjórðungi. Undir lok ársfjórðungsins kynnti bankinn nýja sparnaðarleið,"Save&Save" í Noregi og á Íslandi. Markmiðið er að sækja inná önnur markaðssvæði með þessa vöru á næstu misserum. Við munum einbeita okkur að kjarnastarfseminni og nýta þau tengsl sem hafa verið byggð upp í kringum markaðssyllur okkar í sjávarútvegi og endurnýjanlegri orku. Við gerum ekki ráð fyrir að alþjóðlegir fjármagnsmarkaðir opnist í bráð. Lausafjárstaða bankans er góð og okkur eru ýmsar leiðir færar í fjármögnun ekki síst í ljósi gæða eigna okkar." Nánari upplýsingar veita: Lárus Rósant Már Sigrún Hjartardóttir Már Másson Welding Torfason Forstjóri Framkv.stj. Forstöðumaður Forstöðumaður fjármálasviðs fjárfestatengsla kynningarmála S: 440 4005 S: 440 4743 S: 440 4748 S: 440 4990 SiHj@glitnir.is MM@glitnir.is [1] Hagnaður eftir skatta og afskriftir - aðrar rekstrartekjur Reikninga Glitnis er að finna á heimasíðu bankans www.glitnir.is
Afkoma Glitnis banka á 2. ársfjórðungi 2008
| Quelle: Glitnir banki hf.