Yfirlýsing vegna skattskyldu hluthafa í SPRON


Vegna fréttaflutnings undanfarið um skattskyldu hluthafa í SPRON í tengslum við
fyrirhugaðs samruna SPRON og Kaupþings, vill SPRON koma eftirfarandi á
framfæri. 

Skattskylda gæti náð til örfárra einstaklinga og um er að ræða óverulegar
fjárhæðir. Nær allir stofnfjáreigendur, nú hluthafar, tóku þátt í
stofnfjáraukningum undanfarin ár og hefur SPRON greitt kr. 12,5 milljarða í arð
til stofnfjáreigenda/hlutahafa. Þeir hluthafar sem verða skattskyldir vegna
endurgjaldsins eru þeir hluthafar sem ekki tóku þátt í stofnfjáraukningum á
árunum 2004-2006. 



Nánari upplýsingar veitir:	
Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON,  í síma 550-1213
Soffía Sigurgeirsdóttir, forstöðumarður fjárfestatengsla, í síma 550-1246