Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings banka hf. og Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings banka hf. hafa í dag 6. ágúst 2008 hvor um sig nýtt kauprétt að 812.000 hlutum í bankanum á genginu 303 kr. á hlut í samræmi við kaupréttaráætlun sem samþykkt var á aðalfundi bankans 27. mars 2004. Hreiðar Már Sigurðsson hefur jafnframt framselt hlut sinn til eignarhaldsfélags síns, Hreiðars Más Sigurðssonar ehf. Hreiðar Már á nú kauprétt að 2.436.000 hlutum í bankanum. Aðilar fjárhagslega tengdir Hreiðari Má eiga 8.195.856 hluti í bankanum eftir viðskiptin. Réttindi aðila fjárhagslega tengdum Hreiðari Má Sigurðssyni samkvæmt framvirkum samningi nema 205.078 hlutum. Sigurður Einarsson á 8.992.423 hluti í bankanum eftir viðskiptin. Sigurður á nú kauprétt að 2.436.000 hlutum í bankanum. Aðilar fjárhagslega tengdir Sigurði eiga 14.111 hluti í bankanum.
- Viðskipti fruminnherja
| Quelle: Kaupþing banki hf.