Eik fasteignafélag hf. birtir í dag sex mánaða uppgjör sitt að loknum stjórnarfundi þar sem reikningar félagsins voru samþykktir. Niðurstaða Eikar fasteignafélags hf. fyrstu sex mánuði ársins 2008: • Hagnaður fyrirtækisins nam 357 milljónum króna. • Velta var 806 milljónir króna, sem er 16% aukning frá fyrra tímabili. • EBITDA var 646,1 milljón króna á tímabilinu, sem er 27% aukning. • Arðsemi eigin fjár var 30,2%. • Heildareignir félagsins voru að andvirði 18,78 milljarðar króna. • Vikjandi fjármagn, þ.e. eigið fé, víkjandi lán og tekjuskattsskuldbinding, voru að andvirði 3,95 milljarðar króna. • Hlutfall víkjandi fjármagns var 21%. • Handbært fé frá rekstri var 255 milljónir króna. Fjárhagsleg áhætta Starfsemi Eikar fasteingafélags hf. er fyrst og fremst falin í útleigu húsnæðis og fjárhagsleg áhætta félagsins því aðallega þar, ásamt áhættu vegna fjármagnskostnaðar og gengisbreytinga. Staða Eikar fasteignafélags hf. á leigumarkaði er sterk og mikil ásókn í leiguhúsnæði hjá félaginu. Rekstur félagsins hefur gengið vel á tímabilinu. Leiguverð á markaði hefur hækkað og þrátt fyrir samdrátt í þjóðfélaginu hefur félaginu gengið vel að leigja út húsnæði frá sér og er lítið af óútleigðu húsnæði í eigu þess. Hækkandi vextir hafa valdið því að virði eigna miðað við leigutekjur („payback“) hefur lækkað niður í 116. Hins vegar hefur útleiga fasteigna gengið það vel að markaðsvirði eigna félagsins lækkaði ekki. Yfirgnæfandi meirihluti lána félagsins er í íslenskum krónum og með föstum vöxtum. Á móti erlendum lánum er félagið með leigutekjur í erlendum gjaldmiðlum. Vaxta- og gengisbreytingar hafa því lítil áhrif á félagið. Breytingar á eignarhald á Eik fasteignafélagi hf. Eik Properties ehf. á nú allt hlutafé í Eik fasteignafélagi hf. jafnframt 100% eignarhlut í Fasteignafélagi Íslands ehf., 64% eignarhlut í Glitni Real Estate Fund hf. Saxbygg ehf. er stærsti eigandi félagsins og kjölfestufjárfestir með um 55% eignarhald, Glitnir með um 43% eignarhlut og aðrir fjárfestar með tæp 2%. Markmið félagsins er að vaxa á næstu árum hér á landi og erlendis með þátttöku í kaupum á fasteignum og fasteignafélögum og eigendur stefna að skráningu félagsins þegar fram í sækir. Framtíð Eikar fasteignafélags hf. Í ljósi þess að staða útleigumála hjá fyrirtækinu er mjög sterk og félagið vel varið gagnvart þeim erfiðu aðstæðum sem skapast hafa á fjármálamarkaði undanfarin misseri er framtíð Eikar fasteignafélags hf. björt. Fyrirtækið er vel í stakk búið að takast á við þann samdrátt sem einkennir íslenskt efnahagslíf um þessar mundir og treysta undirstöður sínar enn frekar. Frekari upplýsingar veitir: Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags hf. S. 590 2200 / 861 3027