dags. 11. september 2008


Yenvis Inc.,  félag í eigu Sigurðar Valtýssonar forstjóra Exista, hefur eftir
lokun viðskipta í dag 11. september 2008 keypt 4.716.413 hluti í Exista af
Svalt ehf. og 20.000.000 hluti í Exista af Sigurlind ehf., félögum í eigu
Sigurðar Valtýssonar, alls  24.716.413 hluti. Verðið í viðskiptunum er 6,45 kr.
fyrir hlutinn. Um er að ræða færslu á milli félaga að fullu í eigu Sigurðar
Valtýssonar. 

Sigurður Valtýsson á ekki hluti í Exista. Eign aðila fjárhaglega tengdum
Sigurði Valtýssyni er óbreytt eftir viðskiptin, eða 24.716.413 hlutir í Exista.