Vegna umfjöllunar um málefni Hf. Eimskipafélags Íslands að undanförnu vill stjórn félagsins koma eftirfarandi á framfæri. Nú þegar er á vegum stjórnar rannsókn á tiltekum atriðum sem tengjast rekstri félagsins frá fyrri tíð. Fyrr en niðurstaða liggur fyrir mun félagið ekki fjalla um þau atriði með opinberum hætti. Það er rétt sem fram hefur komið að fyrrverandi forstjóri hefur höfðað mál á hendur félaginu vegna krafna hans um starfslokagreiðslur. Félagið stöðvaði allar greiðslur til fyrrum forstjóra í maí sl. Á meðan málefnið er til umfjöllunar hjá dómstólum mun félagið ekki tjá sig um það.
- YFIRLÝSING frá stjórn HF. Eimskipafélags Íslands
| Quelle: Hf. Eimskipafélag Íslands