Kaupþing banki hf. tilkynnir útboð á samningsbundnum sértryggðum skuldabréfum (e. Structured Covered Bonds), með lánshæfismat Aaa frá Moody's, til fagfjárfesta vegna fjármögnunar á nýjum íbúðalánum. Þetta er í samræmi við þá stefnu bankans að útboð á samningsbundnum sértryggðum skuldabréfum til fjármögnunar á nýjum íbúðalánum fari fram að lágmarki ársfjórðungslega. Bréfin eru með lokagjalddaga annars vegar 2033 og hins vegar 2048, verðtryggð með föstum vöxtum út lánstímann og skráð á OMX Nordic Exchange á Íslandi. Vextir á nýjum íbúðalánum Kaupþings ráðast af niðurstöðu útboðsins, að viðbættu 90 punkta álagi. Markmið bankans með þessu fyrirkomulagi er að auka gegnsæi í vaxtamyndun á íbúðalánum bankans. Útboðið verður með áskriftarfyrirkomulagi og stendur til klukkan 16:00 (að íslenskum tíma) föstudaginn 26. september 2008. Tilboðum skal beina til Markaðsviðskipta Kaupþings. Nánari upplýsingar: Benedikt Sigurðsson upplýsingafulltrúi, í síma 444-6775
Útboð á samningsbundnum sértryggðum skuldabréfum
| Quelle: Kaupþing banki hf.