Reykjavík 1. október, 2008 Stjórn Glitnis samþykkti þ. 29 september að boða til hluthafafundar eins fljótt og auðið er. Þarverður tekin fyrir tillaga um kaup ríkissjóðs á nýju hlutafé í bankanum fyrir 600 milljónir evra fyrir 75% hlut. Viðbrögð markaðarins í gær voru að gengi hlutabréfa Glitnis lækkaði um 71%. Sú verðmætarýrnun auk 23% lækkunar á ICEX15 á þriðja ársfjórðungi mun hafa í för með sér auknar afskriftir og neikvæð áhrif á afkomu Glitnis á þriðja og fjórða ársfjórðungi þessa árs. Á þessum tímapunkti er ekki ljóst hve mikil áhrifin verða, en við samþykkt hluthafafundar á tilboði ríkissjóðs um aukningu eigin fjár um 84 milljarða þá mun Glitnir vera mjög vel í stakk búinn til að mæta auknum afskriftum. Nánari upplýsingar veitir: Már Másson, forstöðumaður samskiptasviðs, sími: 844 4990, netfang: mar.masson@glitnir.is . Sigrún Hjartardóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla, sími: 844 4748, netfang: sigrun.hjartardottir@glitnir.is .
Glitnir Banki gefur út afkomuviðvörun
| Quelle: Glitnir banki hf.