Glitnir Banki gefur út afkomuviðvörun



Reykjavík 1. október, 2008  Stjórn Glitnis samþykkti þ. 29
september að boða til hluthafafundar eins fljótt og auðið er.
Þarverður tekin fyrir tillaga um kaup ríkissjóðs á nýju hlutafé í
bankanum fyrir 600 milljónir evra fyrir 75% hlut. Viðbrögð
markaðarins í gær voru að gengi hlutabréfa Glitnis lækkaði um
71%.  Sú verðmætarýrnun auk 23% lækkunar á ICEX15 á þriðja
ársfjórðungi mun hafa í för með sér auknar afskriftir og neikvæð
áhrif á afkomu Glitnis á þriðja og fjórða ársfjórðungi þessa árs. Á
þessum tímapunkti er ekki ljóst hve mikil áhrifin verða, en við
samþykkt hluthafafundar á tilboði ríkissjóðs um aukningu eigin fjár
um 84 milljarða þá mun Glitnir vera mjög vel í stakk búinn til að
mæta auknum afskriftum.

Nánari upplýsingar veitir:
Már Másson, forstöðumaður  samskiptasviðs, sími:  844 4990,  netfang:
mar.masson@glitnir.is .

Sigrún Hjartardóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla, sími: 844 4748,
netfang: sigrun.hjartardottir@glitnir.is .

Anhänge

011008 afkomuvivorun.doc