Í ljósi ákvörðunar FME um að stöðva tímabundið fyrir viðskipti með alla fjármálagerninga útgefna af Glitni, Kaupþingi, Landsbanka, Exista, Straumi og SPRON hefur stjórn Landsvaka hf. ákveðið að fresta tímabundið viðskiptum með alla sjóði sem eiga fjármálagerninga útgefna af framangreindum aðilum. Ákvörðunin er tekin með hagsmuni eigenda hlutdeildarskírteina að leiðarljósi. Frestunin tekur til neðangreindra sjóða sem skráðir eru í Kauphöll: Peningabréf ISK, kt. 600390-9969 Fyrirtækjabréf Landsbankans kt. 600390-9029 Markaðsbréf Landsbankans - stutt kt. 670898-9039 Markaðsbréf meðallöng kt. 670898-9119 Markaðsbréf löng kt. 670898-9469 Úrvalsbréf Landsbankans kt. 670898-9549
- Tímabundin frestun á viðskiptum í öllum sjóðum
| Quelle: Landsvaki