Bakkavör Group hefur tilkynnt stjórn Greencore Group PLC að félagið hafi lokað skiptasamningi (e. Contract for Difference) vegna 22.028.795 hluta í Greencore á genginu EUR 1,30. Þetta samsvarar 10,9% af hlutafé Greencore. Ágúst Gudmundsson, forstjóri: „Af völdum mikils umróts og sveiflna á alþjóðlegum fjármálamörkuðum var fjármögnun vegna skiptasamningsins dregin til baka sem gerði það að verkum að Bakkavör þurfti að loka samningnum. Fjármögnun samningsins var óháð annarri fjármögnun félagsins og lokun hans er því ekki á nokkurn hátt tengd fjárhagsstöðu félagsins. Rekstur félagsins er traustur og sjóðstreymi gott. Stefna okkar er óbreytt og við höfum áfram fulla trú á markaðnum fyrir fersk tilbúin matvæli.” Bakkavör Group birtir uppgjör fyrir fyrstu níu mánuði ársins þann 30. október nk. Bakkavör Group er bundið af reglum NASDAQ OMX Nordic Exchange og Irish Stock Exchange, þar sem Greencore Group PLC er skráð. Nánari upplýsingar: Fjárfestatengsl: Snorri Guðmundsson Bakkavör Group Sími: 550 9710 eða 858 9710 Netfang: snorri@bakkavor.com Um Bakkavör Group www.bakkavor.com Bakkavör Group er leiðandi alþjóðlegt matvælafyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu ferskra tilbúinna matvæla. Bakkavör Group rekur nú 66 verksmiðjur og er með yfir 20 þúsund starfsmenn í 10 löndum. Höfuðstöðvar félagsins eru í Reykjavík og er félagið skráð á OMX Nordic Exchange á Íslandi. (Auðkenni BAKK). Bakkavör Group var stofnað árið 1986 og hefur starfsemi félagsins vaxið verulega á síðastliðnum 20 árum. Í dag er félagið leiðandi í framleiðslu á ferskum tilbúnum matvælum á alþjóðavísu. Félagið hefur leiðandi markaðstöðu í Bretlandi í lykilvöruflokkum sínum og framleiðir yfir 6.000 vörutegundir í 18 vöruflokkum. Vörur félagsins eru seldar undir vörumerkjum stórmarkaðanna. Meginhluti starfseminnar fer fram í Bretlandi en auk þess er félagið með starfsemi í Frakklandi, Belgíu, Spáni, Tékklandi, Suður-Afríku, Kína, Bandaríkjunum, á Ítalíu og á Íslandi. Skráning á póstlista Bakkavör Group: investor.relations@bakkavor.com